fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fréttir

Gera lítið úr fyrirhuguðum mótmælum: „Þá komu um fjöru­tíu manns á Aust­ur­völl“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. september 2024 08:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staksteinahöfundur Morgunblaðsins í dag virðist ekki hafa mikla trú á því að fyrirhuguð mótmæli á Austurvelli þegar Alþingi kemur saman í dag muni bera árangur.

ASÍ, BSRB og KÍ eru skipuleggjendur mótmælanna og er markmiðið að stjórnvöld sýni í verki samstöðu með heimilum landsins nú þegar þrálát verðbólga og háir vextir eru farnir að bíta sumar fjölskyldur fast.

Yfirskrift Staksteina dagsins í dag er: Söguleg mótmæli gegn sjálfum sér.

Þar er bent á að hinsti þingvetur fyrir kosningar sé hafinn og flest sé samkvæmt hefðbundinni dagskrá, til dæmis sé starfsáætlun þingsins komin fram, þingmálaskráin á leiðinni og þingsetning í dag.

„Fleira er þó sam­kvæmt hefðbund­inni dag­skrá, því for­ysta ASÍ, BSRB og Kenn­ara­sam­bands­ins boða til „sögu­legra“ mót­mæla á Aust­ur­velli síðdeg­is gegn „skeyt­ing­ar­leysi stjórn­valda gagn­vart hárri verðbólgu og vöxt­um“. Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son formaður VR seg­ir mót­mæl­in sögu­leg þar sem langt sé liðið frá því stór heild­ar­sam­tök launa­fólks mót­mæltu síðast. Já, jæja,“ segir staksteinahöfundur.

„Ekki er þó kraf­ist lægri rík­is­út­gjalda í viður­eign við verðbólgu. Verkó lít­ur ekki held­ur svo á, að hún beri nokkra ábyrgð með óraun­hæf­um kaup­samn­ing­um um­fram fram­leiðni og út­flutn­ings­verðmæti. Öðru nær, því þar er enn í gildi slag­orðið „Það er nóg til“ og ætl­ast til þess að rík­is­stjórn­in af­nemi sjálf­stæði Seðlabank­ans og hand­stýri pen­inga­mála­stefn­unni í trássi við lög,“ segir staksteinahöfundur og bætir við að svo sé að sjá hvernig úr rætist.

„Ragn­ar Þór hef­ur margsinn­is hvatt til þess að fólkið „rísi upp“ og krefj­ist kosn­inga. Með mis­jöfn­um ár­angri, en í fyrra­vor efndi hann til sögu­legra fjölda­mót­mæla allra sem hefðu „fengið nóg af ein­hverju“. Þá komu um fjöru­tíu manns á Aust­ur­völl.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir þetta bestu fjárfestingu einstaklinga – „Þá fer þetta á autopilot“

Segir þetta bestu fjárfestingu einstaklinga – „Þá fer þetta á autopilot“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti

Óðu grímuklæddir inn í herbergi á Akureyri og skelfdu mann sem var að gefa ketti
Fréttir
Í gær

Læknir sviptur starfsleyfi – Sagður hafa lagt sjúklinga í hættu

Læknir sviptur starfsleyfi – Sagður hafa lagt sjúklinga í hættu
Fréttir
Í gær

Myndir og myndband af arabískum mönnum á Íslandi í dreifingu – Einn virðist veifa hríðskota- og skammbyssu – Þrír handteknir vegna málsins

Myndir og myndband af arabískum mönnum á Íslandi í dreifingu – Einn virðist veifa hríðskota- og skammbyssu – Þrír handteknir vegna málsins
Fréttir
Í gær

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir flugöryggi ógnað

Segir flugöryggi ógnað