fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Ráðist á erlendan ferðamann og hann rændur

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 8. september 2024 09:19

Lögreglan að störfum. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ráðist var á erlendan ferðamann fyrir utan hótel í hverfi 101 og hann rændur, skömmu siðar var gerandi handtekinn og viðurkenndi hann verknaðinn og vísaði á verðmætin sem hann hafði rænt.

Kemur þetta fram í dagbók lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu eftir næturvaktina, frá klukk­an 17 í gær til klukk­an fimm í morgun.

Einstaklingur var handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir að hafa verið til vandræða við lögreglustöðina við Hverfisgötu. Ítrekað hafði verið reynt að fá manninn til að yfirgefa svæðið en án árangurs og hann því handtekinn.

Annar var handtekinn í hverfi 101 þar sem hann var með hníf, sá var fluttur á lögreglustöð þar sem skýrsla var tekinn af honum og í framhaldi var honum sleppt.

Sá fjórði var síðan handtekinn vegna líkamsárásar og vistaður í fangaklefa.

Í hverfi 221 í Hafnarfirði var tilkynnt um mann í mjög annarlegu ástandi. Maðurinn var ósjálfbjarga sökum ölvunar og gat ekki vísað lögreglu á heimili sitt, hann vistaður í fangaklefa.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Í gær

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“

„Annar hver Íslendingur er sérfræðingur í myglu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness

Gerður Magnúsdóttir skólastjóri Barnaskóla Kársness
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK