fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

ELKO verður aðalstyrktaraðili nýrrar Fortnite-deildar Rafíþróttasambands Íslands

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 27. ágúst 2024 15:41

Jökull Jóhannsson, framkvæmdastjóri RÍSÍ, og Arnbjörn Hauksson, markaðsstjóri ELKO, handsala samninginn sem meðal annars felur í sér að Fortnite-Deildin verður kennd við ELKO.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

ELKO og Rafíþróttasamband Íslands (RÍSÍ), hafa gert með sér samning um um aukið samstarf og ELKO verður, meðal annars, aðalstyrktaraðili Fortnite-deildar RÍSÍ og hún kennd við fyrirtækið sem ELKO-Deildin í Fortnite.

Samningurinn felur jafnframt í sér stuðning ELKO við deildir RÍSÍ í Counter Strike, Rocket League og Dota 2 auk Framhaldskólaleika Rafíþróttasambands Íslands (FRÍS).

„Það er ánægjulegt að stíga þetta skref með ELKO núna,“ segir Jökull Jóhannsson, framkvæmdastjóri RÍSÍ. „Við erum ELKO virkilega þakklát fyrir að hafa tekið þátt í uppbyggingu íslenskra rafíþrótta frá upphafi og mikið gleðiefni að fyrirtækið vilji með þessum hætti halda áfram að styðja við frekari vöxt okkar.“

Arinbjörn Hauksson, forstöðumaður markaðssviðs ELKO, segir búið að vera virkilega gaman að fylgjast með faglegu uppbyggingarstarfi rafíþrótta á Íslandi á undanförnum árum og að ELKO hafi þar lagt sitt að mörkum með ríkri áherslu á stuðning og fræðslu.

„Þetta skín einna helst í gegnum samstarf okkar við Rafíþróttasambandið síðastliðin ár,“ segir Arinbjörn og bendir á að ELKO hafi til dæmis kostað Counter Strike og fleiri deildir og keppnir á vegum RÍSÍ. „Og það er virkilega ánægjulegt að bæta nú við kostun á nýrri Fortnite-deild sem er að fara af stað.“

Arinbjörn bætir við að foreldrar geri sér ekki öll grein fyrir hversu faglegt starf fari fram innan rafíþróttadeilda íþróttafélaganna þar sem myndast hafi vettvangur fyrir fjöldan allan af krökkum til þess að láta ljós sitt skína og þróa áfram hæfni sína í rafíþróttum.

„Þessi vettvangur er orðinn margfalt stærri á heimsvísu en margan grunar og gríðarlega mikill kraftur í Rafíþróttasambandinu, rafíþróttaaðstöðum, félagsliðum og deildum sem stöðugt er unnið að að efla og fjölga þannig að það verður gaman að fylgjast með í vetur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“

Vill að Silja Bára verði rekin: „Hún hefur haft næg tækifæri til að tjá sig en þegir bara“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Í gær

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs
Fréttir
Í gær

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg

Ekkert foreldri hafi óskað eftir flutningi barns síns af Múlaborg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum

Úkraínsk móðir á Íslandi stefnir barnsföður sínum fyrir héraðsdóm en segir hann vera í felum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði

Samþykkt að byggja fjölbýlishús í Reykjanesbæ nærri mögulegu flóðasvæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“