fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Fréttir

Bíó Paradís fær Fjólublátt ljós við barinn

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 27. ágúst 2024 19:06

Eiður Welding, formaður UngÖBÍ, veitti Hrönn Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Bíó Paradísar, viðurkenninguna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjólublátt ljós við barinn, aðgengisviðurkenning UngÖBÍ (ungliðahreyfingar ÖBÍ réttindasamtaka), var afhent í fyrsta sinn í dag við hátíðlega athöfn. Bíó Paradís er handhafi viðurkenningarinnar í ár, en viðurkenningin er afhent þeim sem stuðla að bættu aðgengi fatlaðs fólks að skemmtanalífi á Íslandi.

Eiður Welding, formaður UngÖBÍ, veitti Hrönn Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Bíó Paradísar, viðurkenninguna, sem er einmitt fjólublátt ljós við barinn eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Í kjölfar afhendingarinnar var gestum boðið á partísýningu á stórmyndinni Mamma Mia.

Aðgengi að skemmtanalífi, svo sem veitinga- og skemmtistöðum og annarri afþreyingu, er verulega ábótavant á Íslandi en partíið er auðvitað skemmtilegra þegar öll eru með.

Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradísar, sagðist ákaflega ánægð með viðurkenninguna. „Ég er komin með harðsperrur í munnvikin því við erum svo glöð yfir þessu.“

Í ávarpi sagði Hrönn frá því að það geti verið fjarskalega erfitt að breyta húsum, kaupa lyftur og gera þau aðgengileg fyrir sem allra flesta. Starfslið Bíó Paradísar hafi fengið aðgengi á heilann og haft sig fram við að gera bíóhúsið sem aðgengilegast fyrir alla hópa. Unnið hafi verið að því að gera sýningar aðgengilegar fyrir t.d. einhverft fólk og fólk með ADHD, settir hafi verið upp tónmöskvar og gerðar sjónlýsingar á myndum.

„Það er okkar hagur að sem flestir komi í þetta hús og líði eins og þeir séu velkomnir, að það sé gert ráð fyrir þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar
Fréttir
Í gær

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar
Fréttir
Í gær

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja stöðva niðurrif Sæmundarhlíðar – Rísa eigi 11 íbúða blokk sem varpi skugga á nágranna

Vilja stöðva niðurrif Sæmundarhlíðar – Rísa eigi 11 íbúða blokk sem varpi skugga á nágranna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti

Segja gæludýrafrumvarp Ingu ekki duga til – Eigendur brjóti ítrekað reglur, harðar deilur komi oft upp og heimildir til aðgerða skorti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós