fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Maður rotaður í miðbænum og lögregla elti mann á hlaupum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 18. ágúst 2024 07:48

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, segir í dagbók lögreglu. Gista fjórir fangaklefa lögreglunnar og 105 voru skráð í lögreglukerfið frá kl. 17 í gær til 5 í nótt.

Líkamsárás var framin fyrir utan skemmtistað í miðborginni. Þar var árásarþoli sleginn í rot og sparkað í höfuð hans. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Málið er í rannsókn.

Lögreglumenn elti mann á hlaupum eftir að hann hafði verið stöðvaður við umferðareftirlit. Þegar hann stöðvaði bílinn reyndi hann að komast undan á hlaupum.
Hann hafði ekki erindi sem erfiði því lögreglumennirnir voru töluvert hraðari og náðu honum fljótt. Hann var grunaður um ölvunarakstur og handtekinn. Þegar komið var á lögreglustöðina gerði ökumaðurinn sig aftur líklegan til að komast undan, þá í handjárnum. Honum var þó haldið kyrfilega og hann lét strax undan. Mál hans var síðan unnið samkvæmt hefðbundnu ferli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti
Fréttir
Í gær

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér