
Töluverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt, segir í dagbók lögreglu. Gista fjórir fangaklefa lögreglunnar og 105 voru skráð í lögreglukerfið frá kl. 17 í gær til 5 í nótt.
Líkamsárás var framin fyrir utan skemmtistað í miðborginni. Þar var árásarþoli sleginn í rot og sparkað í höfuð hans. Árásarmaðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Málið er í rannsókn.
Lögreglumenn elti mann á hlaupum eftir að hann hafði verið stöðvaður við umferðareftirlit. Þegar hann stöðvaði bílinn reyndi hann að komast undan á hlaupum.
Hann hafði ekki erindi sem erfiði því lögreglumennirnir voru töluvert hraðari og náðu honum fljótt. Hann var grunaður um ölvunarakstur og handtekinn. Þegar komið var á lögreglustöðina gerði ökumaðurinn sig aftur líklegan til að komast undan, þá í handjárnum. Honum var þó haldið kyrfilega og hann lét strax undan. Mál hans var síðan unnið samkvæmt hefðbundnu ferli.