fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

„Sorglegt að maður hafi þurft að fá svona högg til að átta sig á því hvað það er sem skiptir mig máli í lífinu“

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 17. ágúst 2024 12:00

Óskar Finnsson Mynd: Skjáskot Hringbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Finnsson matreiðslumeistari fann fyrir miklum höfuðverk rétt fyrir jólin árið 2019 og hélt fyrst að hann væri að fá flensu. Þann 3. janúar 2020 var tekið sýni úr heila Óskars og þremur vikum síðar voru honum færðar þær fréttir að hann væri með mein sem heitir glioblastoma. „Það er bara í heila og það hefur þann kost að það dreifir sér ekki um líkamann, lifir bara þarna. Það er kannski eini kosturinn,“

segir Óskar í viðtali við Viktoríu Hermannsdóttur í Segðu mér. Óskari var sagt að lífslíkur væru innan við tvö ár. 

„Ég vildi lifa lífinu og er í dag bara þakklátur fyrir það sem ég hef og á,“ segir Óskar.

Hann segir krabbameinsgreininguna hafa breytt viðhorfi sínu til lífsins. „Það kom æðri máttur yfir mig þegar við sátum hjá lækninum og ég sagði: „Hafðu engar áhyggjur af þessu. Ég er fullkomlega sáttur maður. Ég hef fengið að búa í London og Barcelona og á Seyðisfirði, eldað ofan í kónga og drottningar, fengið að borða allt besta kjöt í heiminum. Ég er bara sáttur og þakklátur maður. Ef hann þarna uppi þarf á mér að halda í veisluhöld þá hóar hann í mig.“

Í dag, nær fimm árum seinna, er Óskar enn í fullu fjöri, rekur veitingastaðinn Finnsson ásamt fjölskyldunni og segist fyrst og fremst þakklátur fyrir að vera hér ennþá og fá að hafa tilgang. 

„Það eru þessir litlu hlutir sem eru æðislegir. Mér finnst sorglegt að maður hafi þurft að fá svona högg til að átta sig á því hvað það er sem skiptir mig máli í lífinu. Það eru bara fjölskyldan og vinir mínir. Það er það sem skiptir máli. Ég er ofboðslega þakklátur fyrir það sem ég á, það sem ég hef og það sem ég hef gert.“

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“