fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fréttir

Sigurður Ingi vill alls ekki að afnema tolla af innfluttum matvælum – „Myndi hafa æv­in­týra­lega rösk­un í för með sér“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 13. ágúst 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segir að það myndi rústa íslenskum landbúnaði ef ákveðið yrði að afnema tolla á innflutt matvæli.

Viðskiptaráð Íslands segir að afnám tolla myndi lækka verð á matvörum um allt að 43%, en ráðið gerði úttekt á áhrifum afnáms tolla á dögunum. Írskar nautalundir myndu lækka um 37%, Mozzarella ostur um 38% og danskar kjúklingabringur um 43% svo örfá dæmi séu tekin.

Sigurður Ingi segir við Morgunblaðið í dag að honum finnist það vera einföldun hjá Viðskiptaráði að leggja þetta til. Tollar séu notaðir í allflestum ef ekki öllum löndum til að tryggja og vernda innlenda framleiðslu og búa til virðisauka í landinu þar sem vörurnar eru framleiddar.

„Hluti af því er að tryggja fæðuör­yggi og þetta er líka full­veld­is­mál. Ísland er land þar sem land­búnaðar­af­urðir eru í mjög háum gæðaflokki,“ segir hann.

Aðspurður hvort það skipti engu að afnám tolla af innfluttum matvörum myndi leiða til umtalsverðrar lækkunar á vöruverði, neytendum til hagsbóta, segir Sigurður Ingi:

„Um leið myndi það rústa ís­lensk­um land­búnaði og lifi­brauði þeirra þúsunda manna sem hafa at­vinnu sína af hon­um. Einnig byggð í land­inu og slíkt myndi hafa æv­in­týra­lega rösk­un í för með sér. Ég er ekki viss um að heild­aráhrif­in af slíkri aðgerð yrðu já­kvæð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Þess vegna er kaffið orðið svona dýrt – „Við getum ekki annað en hækkað“

Þess vegna er kaffið orðið svona dýrt – „Við getum ekki annað en hækkað“
Fréttir
Í gær

Anton Rafn lést langt fyrir aldur fram – Söfnun fyrir unga dóttur hans – „Anton var hlýr, einlægur“

Anton Rafn lést langt fyrir aldur fram – Söfnun fyrir unga dóttur hans – „Anton var hlýr, einlægur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap

Ásakanir ganga á víxl á milli eigenda fasteignar á Vesturlandi – Kærðir fyrir húsbrot en svöruðu með fullyrðingum um hústöku og sóðaskap
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið