fbpx
Laugardagur 27.desember 2025
Fréttir

Felldu niður skuld hjólahvíslarans

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. ágúst 2024 17:30

Bjartmar Leósson - Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjartmar Leósson hefur öðlast landsfrægð og raunar frægð út fyrir landsteinana vegna þrotlausrar vinnu sinnar við að endurheimta reiðhjól og önnur verðmæti sem hefur verið stolið. Fyrir þetta hefur hann hlotið viðurnefnið hjólahvíslarinn. Ljóst er að verðmæti þeirra muna sem Bjartmar hefur endurheimt er töluvert og hafa ýmsir aðilar verðlaunað hann fyrir þetta óeigingjarna starf hans með til að mynda fundarlaunum. Bjartmar sagði frá því á Facebook fyrr í dag að meðal þessara aðila sé tryggingafélagið VÍS sem hafi einfaldlega fellt niður skuld sem Bjartmar var kominn í við fyrirtækið vegna tæknilegra vandræða með millifærslur af reikningi hjólahvíslarans. Bjartmar segir svo frá:

„Fyrir nokkrum árum fann hjólahvíslarinn sig í þeirri bagalegu stöðu að skulda VÍS 240.000 krónur. Alltaf bara tekið sjálfkrafa af reikningnum í mörg ár, þurfti aldrei að fylgjast með þessu. En einhverveginn fór það út af sporinu án þess ég tæki eftir því. Þegar ég kom að máli við þá um þetta þá felldu þeir niður skuldina! Hef líklega sparað þeim þessa fjárhæð margfalt með því starfi sem ég hef verið að vinna. Kom mér aldrei að því að þakka þeim fyrir opinberlega, því ég skammaðist mín svo mikið fyrir að hafa komist í þessa stöðu. En betra er seint en aldrei…

Takk kærlega fyrir mig!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita