fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Felldu niður skuld hjólahvíslarans

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. ágúst 2024 17:30

Bjartmar Leósson - Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bjartmar Leósson hefur öðlast landsfrægð og raunar frægð út fyrir landsteinana vegna þrotlausrar vinnu sinnar við að endurheimta reiðhjól og önnur verðmæti sem hefur verið stolið. Fyrir þetta hefur hann hlotið viðurnefnið hjólahvíslarinn. Ljóst er að verðmæti þeirra muna sem Bjartmar hefur endurheimt er töluvert og hafa ýmsir aðilar verðlaunað hann fyrir þetta óeigingjarna starf hans með til að mynda fundarlaunum. Bjartmar sagði frá því á Facebook fyrr í dag að meðal þessara aðila sé tryggingafélagið VÍS sem hafi einfaldlega fellt niður skuld sem Bjartmar var kominn í við fyrirtækið vegna tæknilegra vandræða með millifærslur af reikningi hjólahvíslarans. Bjartmar segir svo frá:

„Fyrir nokkrum árum fann hjólahvíslarinn sig í þeirri bagalegu stöðu að skulda VÍS 240.000 krónur. Alltaf bara tekið sjálfkrafa af reikningnum í mörg ár, þurfti aldrei að fylgjast með þessu. En einhverveginn fór það út af sporinu án þess ég tæki eftir því. Þegar ég kom að máli við þá um þetta þá felldu þeir niður skuldina! Hef líklega sparað þeim þessa fjárhæð margfalt með því starfi sem ég hef verið að vinna. Kom mér aldrei að því að þakka þeim fyrir opinberlega, því ég skammaðist mín svo mikið fyrir að hafa komist í þessa stöðu. En betra er seint en aldrei…

Takk kærlega fyrir mig!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“