fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Afbrýðissemi sögð kveikurinn að hnífsstunguárásinni á Akureyri

Ritstjórn DV
Laugardaginn 3. ágúst 2024 12:00

Lögreglustöðin á Akureyri

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Norðurlandi eystra er með til rannsóknar hnífstungumál á Akureyri sem kom upp á þriðja tímanum í nótt. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu embættisins en fram kemur að aðilar séu í haldi lögreglu vegna rannsóknar málsins. Lögreglan segist ekki veita frekari upplýsingar um málið aðrar en þær að þolandinn var fluttur til aðhlynningar á Sjúkrahúsið á Akureyri og er hann ekki talinn í lífshættu.

Sjónarvottur að árásinni hefur tjáð DV að sér hafi virst sem afbrýðissemi hafi verið kveikjan að árásinni. Kona hafi lagt að kærasta sínum með hníf í kjölfar þess að hann veitti annarri konu athygli. Þetta er þó enn óstaðfest en  vegfarendur munu hafa tekið upp myndbönd af atburðarásinni.

Mikið er af fólki á Akureyri vegna hátíðarinnar Ein með öllu sem fer fram um verslunarmanna helgina. Töluvert var af fólki að skemmta sér í miðbænum og talsverður erill hjá lögreglu. Umrædd árás var hins vegar eina meiriháttar verkefni laganna varða og almennt fóru hátíðarhöldin því vel fram.

Veður er með ágætum norðanheiða ólíkt stöðunnu á sunnanverðu landinu þar sem gular viðvaranir óma og von er á úrkomu og hvassviðri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Vilhjálmur tætir í sig greiningardeildir bankanna

Vilhjálmur tætir í sig greiningardeildir bankanna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Geirfinnsmálið: Valtýr segir skrif Soffíu vera sjúkleg og að skýrsla sérstaks saksóknara hreinsi hann

Geirfinnsmálið: Valtýr segir skrif Soffíu vera sjúkleg og að skýrsla sérstaks saksóknara hreinsi hann
Fréttir
Í gær

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Málverk sem nasistar stálu sást óvænt í fasteignaauglýsingu í Argentínu

Málverk sem nasistar stálu sást óvænt í fasteignaauglýsingu í Argentínu
Fréttir
Í gær

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“

Samtal við bandaríska stúlku fékk Felix til að hugsa um ástandið hér heima – „Ég fann svo til með henni“