fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

Gústaf og Brynjar takast á – „Taka lyfin, bróðir sæll“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 2. ágúst 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málefni Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara hafa verið mikið í fréttum að undanförnu og valdið hörðum skoðanaskiptum. Þess sér meðal annars stað á Facebook-síðu Jóns Gunnarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra. Þar takast á bræðurnir landsfrægu, Gústaf og Brynjar Níelsson.

Jón deilir viðtali sem hann veitti Morgunblaðinu í dag en þar segir hann ummæli Helga ekki vera alvarleg og hefðu ekki dugað til uppsagnar embættismannsins í ráðherratíð hans. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur áminnt Helga fyrir ummæli hans um innflytjendur og tilkynnt þau til Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra og lagt til að Helga verði tímabundið vikið úr starfi.

Jón segir í Facebook-færslu sinni:

„Það er mikilvægt að fólkið í landinu sé upplýst um þá alvarlegu stöðu sem þróast hefur í samfélaginu með auknum straumi flóttamanna til landsins. Það verður ekki horft framhjá staðreyndum í þeim málum.

Ég tek undir orð í leiðara Mbl í dag þar sem segir:

Ekki ber að sýta það að framlínufólk réttvísinnar sé kappsamt fyrir hennar hönd eða tjái sig um þær ógnir, sem að henni

steðja. Fáir þekkja þær betur og raunar mættu bæði lögregla og saksóknarar hafa sig meira í frammi að því leyti. Það tíðkast víða í nágrannalöndum án þess að nokkrum detti í hug að réttaröryggi borgaranna sé ógnað, öðru nær.““

Varpar samviskuspurningu til Jóns

Gústaf átelur Jón fyrir að hafa ekki ógilt fyrri áminningu Sigríðar á hendur Helga sem hún veitit honum árið 2022, er Jón var í embætti dómsmálaráðherra. Brynjar blandar sér í umræðuna og reynir að róa bróður sinn, bendir honum á nauðsyn faglegra ferla. Orðaskiptin eru eftirfarandi:

Gústaf: Hér er samviskuspurning Jón: Hvað myndir þú gera í sporum Guðrúnar Hafsteinsdóttur?

Jón: Þú ert greinilega vaknaður en ekki búinn að lesa viðtalið í Mbl. Skoðun mín er skýr.

Gústaf: Þetta las ég í Mogga dagsins klukkan sjö í morgun (5 á þína klukku). Var þér ekki í lófa lagið að gera ríkissaksóknarann afturreka með áminninguna fyrir tveimur árum, en lést ógert? Þetta mál mun mun standa eins og heit kartafla í koki Sjálfstæðisflokksins og almenningur í landinu er búinn að fá nóg af ruglinu. Svo þorir dómsmálaráðherrann ekki að taka á því. Þér væri best að lesa skrif mín um þetta mál á Fésinu.

Brynjar: Taka lyfin, bróðir sæll. Öll svona mál þurfa að fara í farveg áður en ákvörðun er tekin, lögum samkvæmt.

Gústaf: Ég er nú búinn að fá hundleið á þessum „farvegum“ stjórnmálanna, sem gera allt með rassgatinu og tánum. Ekki skorti fé þegar þurfti að bola Haraldi Johennessen úr embætti ríkislögreglustjóra, svo þangað mætti senda kvenkyns afglapa. Og nú sitja menn uppi með óhæfan ríkissaksóknara. Er enginn í forustu Sjálfstæðisflokksins að skilja að almenningur er búinn að fá upp í kok af ráðaleysi stjórnmálanna?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”

Jesse lést tveimur dögum fyrir 10 ára afmæli sitt – „Allur stuðningur, stór sem smár, er fjölskyldunni ómetanlegur”
Fréttir
Í gær

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”
Fréttir
Í gær

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV

Stefán vill breyta einum elsta þætti RÚV
Fréttir
Í gær

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi

Umdeild áform, um endurbyggingu verkstæðis sem brann fyrir áratug, í uppnámi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“

Umdeildur lækningapredikari á leið til landsins – „Getur þú beðið guð að gera mig hávaxnari?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf

Elín sár út í borgina: Fékk enga þakkarkveðju eftir 40 ára starf