fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Elti hjólið sitt út um allan bæ 

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. júlí 2024 08:07

Lögreglan að störfum. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu aðstoðaði eiganda reiðhjóls að hafa upp á hjólinu eftir að eigandinn hafði elt hjólið út um allan bæ eftir að því var stolið.

Að sögn lögreglu var hjólið með staðsetningarbúnað og gat eigandinn því fylgst með ferðum hjólsins í rauntíma. Hjólið endaði svo í húsnæði sem eigandinn treysti sér ekki til að fara einn að og reyna að nálgast hjólið. Lögregla hafði upp á hjólinu og kom því til eiganda.

Fleiri mál komu inn á borð lögreglu í gærkvöldi og í nótt.

Lögreglu var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í verslun og kom tilkynnandi með góða lýsingu á geranda og fylgdi hann honum eftir þar til lögregla kom á vettvang og handtók þjófinn. Þá gat tilkynnandi einnig bent á hvar þjófurinn hafði falið hluta af þýfinu. Þjófurinn var vistaður í fangageymslu og tekin verður skýrsla af honum þegar hann er búinn að sofa úr sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“
Fréttir
Í gær

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“
Fréttir
Í gær

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“