fbpx
Mánudagur 01.september 2025
Fréttir

Íslensk hjón geta ekki selt húsið sitt vegna þess að ókunnugt fólk hefur skráð lögheimili sitt þar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. júlí 2024 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensk hjón geta ekki gengið frá sölu á húsinu sínu vegna þess að útlent fólk sem þau þekkja ekki til, tveir einstaklingar, hafa skráð lögheimili sitt á húsið.

Maðurinn kom fram nafnlaust á Bylgjunni í morgun.

„Við hjónin erum búin að eiga hús í þrjú ár sem við höfum verið að leigja út. Svo gerðist það nú að leigjendurnir sögðu upp leigunni og fluttu út. Þá vorum við að velta fyrir okkur hvort við ættum að leigja áfram eða selja og við ákváðum að selja húsið,“ segir maðurinn en hann segist hafa kannað af rælni á heimasíðu Þjóðskrár lögheimili á húsinu og séð þá að þar voru þrír einstaklingar skráðir með lögheimili, leigjandinn fyrrverandi, og tvö önnur sem hann kannast ekki við.

Leigjandinn hafði þá skráð, án samþykkis eigandans, tvær manneskjur með lögheimili í húsinu. Eftir að maðurinn hafði samband við leigjandann afskráði hann nafn sitt af húsinu en sagðist ekki geta afskráð hitt fólkið þar sem það væri án lögheimilis.

Húseigandinn hafði samband við Þjóðskrá og fyllti út staðlað form til að ógilda lögheimili fólksins en afgreiðslutíminn er afar langur. Eftir að maðurinn hafði beðið í tvo mánuði eftir úrlausn hjá Þjóðskrá var honum tjáð að hann gæti þurft að bíða í hálft ár í viðbót. Ástæðan væri sú að Þjóðskrá væri með hátt í fjögur þúsund mál af þessu tagi í vinnslu, þar sem fólk situr uppi með að einhver hefur skráð lögheimili á eignina og ekki hægt að fjarlægja viðkomandi af henni.

Maðurinn segir að honum sé haldið í herkví. Þau hjónin hafi verið búin að selja húsið er fasteignasalinn hafði samband og sagði að ekki væri hægt að skrifa undir kaupsamning fyrr en búið væri að afskrá lögheimili fólksins af henni.

Ókunnuga fólkið hefur andmælarétt sem tefur vinnslu málins. Maðurinn segir að annaðhvort sé Þjóðskrá undirmönnuð eða lög og reglur um þessi mál séu ekki nógu skýr.

Nánar má heyra um málið á Bylgjunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”

Segir umræðu um innviðaskuld ferðamanna á villigötum – „Óhætt að segja að sínum augum lítur hver á silfrið”
Fréttir
Í gær

Ástríðuverkefni Ingileifar í loftið – „Tileinkuð Ólöfu Töru heitinni, sem segir sína sögu“

Ástríðuverkefni Ingileifar í loftið – „Tileinkuð Ólöfu Töru heitinni, sem segir sína sögu“
Fréttir
Í gær

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu

Tyrkneskur bæjarstjóri tekinn á ofsahraða á Suðurlandsvegi – Ákærður en yfirgaf landið án þess að ljúka málinu
Fréttir
Í gær

Hin íslenska Stella er frægasti háhyrningur heims og Instagram stjarna

Hin íslenska Stella er frægasti háhyrningur heims og Instagram stjarna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“

Ósáttur við að Ellen hafi ekki fengið að vera með í Klassíkinni okkar – „Það er ekki eins og hún sé hætt að syngja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leit stendur yfir að 12 ára dreng við Ölfusborgir og nágrenni

Leit stendur yfir að 12 ára dreng við Ölfusborgir og nágrenni