fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 15. júlí 2024 14:30

Pawel er ekki sáttur við svindl þar sem nöfn og ásjóna ráðherra eru notuð.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar, er æfur vegna þess að stjórnvöld látið það óátalið að svikahrappar noti nöfn og ásjónu ráðherra í fjársvikum á Facebook. Vill hann að stjórnvöld kalli forsvarsmenn samfélagsmiðilsins til ábyrgðar.

„Hvaða aumingjaskapur er það í íslenska ríkinu að láta svona endalaust magn „Þúsundir íslendinga eru að missa af þessari glufu“. Og „frægt fólk vill ekki að þú vitir af þessu!“ spammi. Með myndum af forsætisráðherranum okkar og alles,“ segir Pawel í færslu á samfélagsmiðlum.

Birtir hann tvö skjáskot af slíku svindli með færslunni. Þar sem meðal annars má sjá (nokkuð gamla) mynd af Bjarna Benediktssyni.

„Þetta er ekki að gerast á einhverjum síðsovéskum darkweb [myrkravef] síðum heldum Facebook,“ segir Pawel og eggjar stjórnvöld til aðgerða. „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku, gefa út stefnu / ákæru og fara fram á eðlilegar skaðabætur í hlutfalli við veltu fyrirtækisins.“

Að lokum segir Pawel internetið sem slíkt vera frábært en einhver verði að standa í lappirnar gegn augljósu svindli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim