fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Fréttir

Skipstjórinn var bæði fullur og dópaður

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 11. júlí 2024 15:21

Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness. Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskur skipstjóri flutningaskipsins Longdawn var bæði fullur og dópaður þegar skipið klessti á strandveiðibátinn Höddu um miðjan maí mánuð. Bæði skipstjórinn og stýrimaðurinn hafa játað sök í málinu.

Morgunblaðið greinir frá því að málið hafi verið þingfest í Héraðsdómi Reykjaness fyrir skemmstu.

Stýrimaðurinn, Alexander Vasilyev, sá áreksturinn við bátinn og lét skipstjórann, Eduard Dektyarev, vita en skipstjórinn sagði honum að halda áfram för sinni. Báðir hafa verið ákærðir fyrir hættubrot og brot gegn lífi og líkama og siglingalögum.

Maðurinn sem var um borð í Höddu sendi út neyðarkall eftir áreksturinn, þann 16.maí, eftir að gat kom á bátinn og hann sökk. Var manninum bjargað af öðrum strandveiðibáti.

Eru Vasilyev og Dektyarev sakaðir um að hafa stofnað lífi mannsins í hættu á ófyrirleitan hátt. Hafi Dektyarev verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna þegar hann gaf skipunina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fengu ekki lyfjaskírteini fyrir Wegovy – Hún þótti ekki nógu veik og honum hafði ekki tekist að léttast nóg

Fengu ekki lyfjaskírteini fyrir Wegovy – Hún þótti ekki nógu veik og honum hafði ekki tekist að léttast nóg
Fréttir
Í gær

30 ára morðgáta að leysast – Lindsay hvarf eftir að hún fór út í búð eftir kornflögum

30 ára morðgáta að leysast – Lindsay hvarf eftir að hún fór út í búð eftir kornflögum
Fréttir
Í gær

Nýskilin kona taldi flutningsmann hafa lofað sér ókeypis þjónustu en svo kom rukkunin frá konu hans – „Ég er rotinn lygari“

Nýskilin kona taldi flutningsmann hafa lofað sér ókeypis þjónustu en svo kom rukkunin frá konu hans – „Ég er rotinn lygari“
Fréttir
Í gær

„Sigurvegarinn að þessu sinni er Anna, sem náði að eyða starfsmannaskránni!“

„Sigurvegarinn að þessu sinni er Anna, sem náði að eyða starfsmannaskránni!“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk fjúkandi reitt út í Ölmu

Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk fjúkandi reitt út í Ölmu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri Másson kjörinn varaformaður Miðflokksins

Snorri Másson kjörinn varaformaður Miðflokksins