Njáll segir þetta í samtali við Morgunblaðið í dag og er tilefnið svar Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra um fjölda gæsluvarðhaldsfanga. Vildi Njáll vita hversu margir hafi sætt gæsluvarðhaldi á árunum 2013 til 2023 og óskaðist svarið sundurliðið eftir árum og aldri, kyni og ríkisfangi gæsluvarðhaldsfanga.
Hægt er að sjá svar ráðherra sundurliðað hér en athygli vekur að mjög stór meirihluti þeirra sem sættu gæsluvarðhaldi í fyrra var með erlent ríkisfang. Af 242 gæsluvarðhaldsföngum voru Íslendingar aðeins 59 en árið 2013 voru gæsluvarðhaldsfangar með íslenskt ríkisfang 70 talsins af 135.
„Ég held að við séum öll sammála um að við myndum ekki vilja sjá þessa þróun halda áfram eins og hún hefur verið síðustu árin,“ segir Njáll Trausti við Morgunblaðið.