fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

„Viljum ekki sjá þessa þróun halda áfram eins og hún hefur verið síðustu árin“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. júní 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa haft mjög miklar áhyggjur af alþjóðlegri skipulagðri glæpastarfsemi á Íslandi og þróun hennar.

Njáll segir þetta í samtali við Morgunblaðið í dag og er tilefnið svar Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra um fjölda gæsluvarðhaldsfanga. Vildi Njáll vita hversu margir hafi sætt gæsluvarðhaldi á árunum 2013 til 2023 og óskaðist svarið sundurliðið eftir árum og aldri, kyni og ríkisfangi gæsluvarðhaldsfanga.

Hægt er að sjá svar ráðherra sundurliðað hér en athygli vekur að mjög stór meirihluti þeirra sem sættu gæsluvarðhaldi í fyrra var með erlent ríkisfang. Af 242 gæsluvarðhaldsföngum voru Íslendingar aðeins 59 en árið 2013 voru gæsluvarðhaldsfangar með íslenskt ríkisfang 70 talsins af 135.

„Ég held að við séum öll sammála um að við myndum ekki vilja sjá þessa þróun halda áfram eins og hún hefur verið síðustu árin,“ segir Njáll Trausti við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald

Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms í Hraðbankamálinu og sakborningur fer í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband

Póstburðarmaður vekur mikla athygli eftir að þetta náðist á myndband
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsa yfir hungursneyð á Gaza

Lýsa yfir hungursneyð á Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða

Þetta eru tíu tekjuhæstu Íslendingarnir á síðasta ári – Fengu samtals um 30 milljarða