Það var mikil spenna í loftinu þegar fyrstu tölur úr forsetakosningunum voru kynntar í kvöld. Þær komu annars vegar úr Norðausturkjördæmi og hins vegar úr Suðurkjördæmi og voru um 12 þúsund atkvæði á bak við þessar tölur.
Halla Tómasdóttir er langefst miðað við fyrstu tölur og 37,2% en Katrín Jakobsdóttir með 21,4%. Þar á eftir kemur Halla Hrund Logadóttir með 16,2% fylgi og Jón Gnarr með 10,0% fylgi.
Íslendingar hafa ekki látið sitt eftir liggja á samfélagsmiðlum og tjáð sig um þessar fyrstu tölur.
Mér sýnist að unga fólkið hafið skilað sér á kjörstað. #forseti24
— Birkir (@birkirh) June 1, 2024
Vil bara vita hvar @Jon_Gnarr fékk jakkann #forseti24 pic.twitter.com/2h5lE6MMK6
— KonniWaage (@konninn) June 1, 2024
Ok fyrstu tölur koma ansi mikið á óvart, það verður að segjast eins og er. #x24 #forseti24
— Matti Matt. Hann/Him (@mattimatt) June 1, 2024
Taktísku atkvæðin að skila sér #forseti24
— Egill (@Agila84) June 1, 2024
Frábærar fyrstu tölur fyrir Höllu Tómasdóttur og Jón Gnarr #forseti24
— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) June 1, 2024
Ok, stefnir í taktískustu forsetakosningar sögunnar? #forseti24
— Daníel Sigurgeirsson (@danielbsig) June 1, 2024
Til hamingju Halla T #forseti24
— Hallgrímur Hallgrímsson (@HallgrimurO) June 1, 2024
Maður fagnar því að þjóðin láti ekki bjóða sér gerspillta Katrínu Jakobsdóttur og náhirð hennar en vont þykir mér að næsti maður sleppi inn í svo mikilvægt embætti þar með #forseti24
— Dr. PVG (@Svennipopp) June 1, 2024
Viktor er sigurvegari kosninganna sama hvað gerist. #forseti24
— Indriði E Reynisson (@IndridiReyniss) June 1, 2024
Þeir sem kusu HT taktískt, verða þeir fullkomlega ánægðir með hana sem forseta?#X24 #forseti24
— Rúnar Geir Þorsteinsson (@runargeir) June 1, 2024
Magnaðar fyrstu tölur. Vill sjá fyrstu tölur úr öðru Rvk kjördæminu og SV eða NV til að þora að spá afgerandi. Meiri líkur á yngri kjósendum í utankjörfundaratkvæðum sem koma í lokin sem ættu skv skoðanakönnunum að fylgja HT frekar en KJ. #forseti24
— Sólveig Rán (@SolveigRan) June 1, 2024
Ef ég væri Jón Gnarr þá fengi ég Viktor með mér í næstu næturvakt 😀 #forseti24
— Júlíus Àgúst Guðmundsson (@julius_agust) June 1, 2024
„Krakkar. Jafnvel þótt að hugmyndin ykkar sé bjánaleg. Ef þið bara leggið alla vinnu og sál og hjarta í það, þá getur það samt klikkað“#forseti24 pic.twitter.com/aNyHErhJnL
— Brynjar Þór (@binnithor) June 1, 2024
Ekki úrslitin sem ég vonaðist eftir en ég skal allan daginn taka Höllu T framyfir Katrínu.
Elska líka hvað Viktor er svo bara eitthvað keeping it real. #Forseti24— Willy Banks (@XrpIceland) June 1, 2024