Maðurinn sem féll í Fnjóská í gærkvöld fannst látinn í Dalsmynni, norðvestan við Ártún í Grýtubakkahreppi.
Þetta kemur fram í tilkynningu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
Maðurinn var tvítugur að aldri. Tilkynning barst um að hann hefði fallið í ánna, ofan við ósa hennar skammt frá Pálsgerði um klukkan 18:30 í gærkvöld. Hann var ásamt þremur félögum sínum sem misstu sjónar á honum.
Leitarhópar hafa verið afturkallaðir, en um 130 tóku þátt í leitinni. Rannsókn málsins í höndum lögreglu.