fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Mótmælendur búnir að koma sér fyrir í utanríkisráðuneytinu – Sjáðu myndbandið

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. maí 2024 10:42

Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hópur mótmælenda hefur komið sér fyrir í anddyri utanríkisráðuneytisins til að mótmæla aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda vegna stöðunnar á Gaza. Í yfirlýsingu sem hópurinn sendi frá sér kemur fram að þess sé krafist að settar verði viðskiptaþvinganir á Ísraelsríki og Ísland slíti stjórnmálasambandi við landið.

 „Nú þegar 234 dagar eru liðnir af stigmögnuðu þjóðarmorði gegn Palestínufólki sjást engin ummerki um aðgerðir íslenskra yfirvalda. Veikburða færslur á samfélagsmiðlum og fálmkennd fréttaviðtöl þar sem ráðamenn tönnlast á tveggja ríkja lausn, þar sem ábyrgð varpað á hin kúguðu í stað kúgaranna, eru ófullnægjandi viðbrögð við þjóðarmorði. Íslensk yfirvöld verða að grípa til raunverulegra aðgerða gegn ólöglegum árásum Ísraels á Palestínu,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni.

Þá er bent á að Ísland eigi aðild að Alþjóðadómstólnum og Alþjóða sakamáladómstólnum, sem báðir hafi úrskurðað að Ísrael beri að stöðva allar árásir í Palestínu, bæði á Gaza og á Vesturbakkanum, og hleypa tafarlaust inn mannúðaraðstoð í gegnum landamærin hjá Rafah.

Setuverkfall
play-sharp-fill

Setuverkfall

„Þá hefur Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn (ICC) gefið út handtökutilskipanir á hendur Benjamin Netanyahu, forsetisráðherra Ísraels og Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísraels. En hvað gerir Ísrael eftir slík fyrirmæli? Ísrael hefur ekki einungis hundsað tilskipanir dómstólanna heldur stóraukið á árásir í kjölfar þeirra, nú síðast með hryllilegri loftárás á tjaldbúðir flóttafólks í Rafah þann 26. maí.“

Hópurinn krefst þess að settar verði viðskiptaþvinganir á Ísraelsríki, Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísraelsríki, Ísland styðji málsókn Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis við Alþjóðadómstólinn og loks að utanríkisráðherra hafi frumkvæði að samtali við Norðurlöndin, Írland og Spán um að samhæfa aðgerðir. Eins og kunnugt er viðurkenndu Noregur, Írland, og Spánn sjálfstæði Palestínu á dögunum eins og Ísland gerði árið 2011. Segir hópurinn að Íslandi beri skylda til að framfylgja viðurkenningunni á Palestínu sem fullvalda ríki, annað sé sýndarmennska og hræsni.

„Til að sýna fordæmi um stuðning við palestínsku þjóðina í verki skipuleggjum við setumótmæli í Utanríkisráðuneytinu. Lífið getur ekki gengið sinn vanagang á meðan þjóðarmorð á sér stað, þegar tugir þúsunda hafa verið myrt og særð með kerfisbundnum hætti. Tími aðgerðaleysis er löngu liðinn! Því munum við trufla eðlilegan gang yfirvalda þar til þau bregðast við í samræmi við siðferðislegar skyldur og lagalegar skuldbindingar gagnvart palestínsku þjóðinni. Þessi aðgerð er einn liður að því markmiði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Hide picture