fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Maður borinn út úr íbúð – Skuldar Félagsbústöðum yfir 2 milljónir króna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 29. maí 2024 14:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur vísaði í fyrradag frá dómi máli manns gegn Félagsbústöðum hf. en hann kærði úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að þeim væri heimilt að láta bera hann út úr leiguíbúð vegna vangoldinnar leigu. Landsréttur vísaði málinu frá á þeirri forsendu að maðurinn hefði ekki lögvarða hagsmuni af endurskoðun útburðarins þar sem hann hefði þegar farið fram, en maðurinn var borinn út úr íbúðinni þann 15. maí síðastliðinn.

Í aðfararbeiðni var skuld leigjandans við Félagsbústaði skögð nema kr. 2.033.121. Áður en aðfararbeiðnin var gefin út hafði maðurinn fengið greiðsluáskorun þar sem varað var við því að yrði skuldin ekki gerð upp innan sjö daga yrði leigusamningi rift. Sinnti maðurinn ekki þeirri áskoðun. Var honum þá send tilkynning um riftun en hann rýmdi ekki eignina. Hann var síðan borinn út úr íbúðinni.

Fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur var tekist á um hvort leigusamningnum hefði verið löglega rift. Leigjandinn sagði íbúðina hvorki hafa haldið vatni né vindum og hann hafi átt kröfu á lækkun húsaleigu sem var 122.880 krónur á mánuði, en einnig átti hann að greiða tæplega 10 þúsund krónur í hússjóð. Byggði leigjandinn mál sitt meðal annars á því að hann hafði verið þvingaður til að gera leigusamninginnn við Félagsbústaði og þar með þvingaður til að greiða gjöld vegna hússjóðs og þrifa á sameign, sem leigusalinn beri lögum samkvæmt ábyrgð á.  Hafi kærunefnd húsamála úrskurðað form leigusamningsins sem ekki löglegan samning vegna sérstaks húsnæðisstuðnings sem hann átti að fá.

Það var mat héraðsdóms að Félagsbústöðum væri heimilt að fá manninn, og allt sem honum tilheyrir, borinn út úr íbúðinni með beinni aðfarargerð.

Úrskurðina má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks