„Viljið þið breyta stefnunni, svo Úkraína geti barist án þess að vera með aðra höndina bundna fyrir aftan bak,“ sagði Repúblikaninn Michael McCaul við Antony Blinken, utanríkisráðherra, á fundi utanríkismálanefndar fulltrúadeildarinnar.
Kenneth Nymand Pedersen, majór og kennari við danska varnarmálaskólann, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að það sé góð lýsing að segja að Úkraínumenn berjist með aðra höndina bundna fyrir aftan bak.
„Ef þeir hafa upplýsingar og vita hvar hersveitir eru Rússlandsmegin við landamærin, vita hvaðan þær skjóta, vita hvenær þær skjóta og eiga vopn til að ráðast á þær en mega ekki nota þau til að ráðast á þær, þá er þessi lýsing rétt,“ sagði hann.
Hann sagði einnig að ef þessi hönd verður losuð þá skipti hraði miklu máli til að ná fullum áhrifum af því til dæmis að nota ATACMS-flugskeytin til árása á rússneska jörð. Þau áhrif vari aðeins í skamma stund því Rússarnir fylgist einnig með.
Hann sagðist reikna með að Rússar séu nú þegar farnir að undirbúa sig undir hvernig þeir geti lágmarkað þessi áhrif.
Kort, sem hugveitan the Institute for the Study of War, birti sýnir að tugir rússneskra herbúða, birgðageymslna og flugvalla eru innan skotfæris þeirra bandarísku vopna sem Úkraínumenn ráða nú þegar yfir. Þetta væru upplögð skotmörk.
House Foreign Affairs Committee Chair @RepMcCaul posterized ISW–@criticalthreats's map of Russian military and security services bases in the Russian Federation within the range of US weapons for today's appearance before the committee of Secretary of State Antony Blinken. 1/4 pic.twitter.com/uUVoVLJC2G
— Institute for the Study of War (@TheStudyofWar) May 22, 2024