fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Sló ökumann í höfuðið með bjórglasi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. maí 2024 07:18

Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta gista fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina og virðast sumir hafa gengir full hratt um gleðinnar dyr.

Tilkynnt var um slagsmál fyrir utan skyndibitastað í miðbænum í nótt og þá handtók lögregla mann eftir að hann sparkaði í bifreið. Þegar ökumaðurinn fór út úr bílnum sló maðurinn hann í höfuðið með bjórglasi. Þá var ölvuðum vísað út af hóteli í miðborginni í nótt.

Í Skeifunni var maður handtekinn eftir að hann ónáðaði gesti verslunar. Starfsmaður skarst í leikinn og reyndi að vísa manninum út en það fór ekki betur en svo að maðurinn veittist að starfsmanninum í tvígang. Ekki er vitað um ástand starfsmannsins.

Í Kópavogi var kveikt í klósettkamri utan við vinnuskúr í Kópavoginum og var búið að slökkva eldinn þegar lögregla kom á vettvang.

Tilkynnt var um innbrot í verslun í hverfi 105 og var gerandinn nýfarinn af vettvangi þegar lögregla kom. Hann fannst ekki þrátt fyrir mikla leit.

Loks var tilkynnt um mann sem svaf í eða við bifreið í bílakjallara. Þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn sofandi hálfur út úr bifreiðinni. Grunur leikur á að hann hafi verið undir áhrifum vímuefna. Þýfi var í kringum bifreiðina og var fátt um svör þegar hann var vakinn. Maðurinn var handtekinn og er málið í rannsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana

Harmleikurinn í Kiðjabergi – Gediminas varð Victoras að bana
Fréttir
Í gær

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“