Þetta kemur fram í dagbók lögreglu vegna verkefna á tímabilinu frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.
Lögregla hafði svo afskipti af einstaklingi sem veittist að fólki með hníf í miðborg Reykjavíkur. Enginn reyndist alvarlega slasaður en meintur gerandi var handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna rannsóknar málsins.
Fleiri mál komu inn á borð lögreglu í gærkvöldi og í nótt. Þannig voru afskipti höfð af einstaklingum sem köstuðu grjóti í bifreið í Hafnarfirði og þá var tilkynnt um innbrot í bifreið í miðborginni.
Loks hafði lögregla afskipti af þremur leigubifreiðum og uppfylltu tvær þeirra ekki gæða- og tæknikröfur og eiga eigendur þeirra von á sekt.