fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fréttir

Blaðamannafélagið og SA undirrita kjarasamninga

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 20. maí 2024 14:23

Formenn samninganefnda SA og BÍ, Maj-Britt Briem og Sigríður Dögg Auðunsdóttir, undirrita kjarasamning í dag að viðstöddum Aðalsteini Leifssyni, settum sáttasemjara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýir kjarasamningar Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins voru undirritaðir í dag og verða kynntir félagsmönnum á næstu dögum.

Samningarnir byggja á grunni Stöðugleikasamningsins sem gerður var milli SA og sambanda og félaga ASÍ í mars síðastliðnum, eins og kemur fram á vef BÍ.

„Samkvæmt samningunum taka launahækkanir gildi um næstu mánaðamót og gilda afturvirkt frá 1. febrúar. Kjarasamningarnir verða kynntir félagsmönnum á næstu dögum og í framhaldi verður haldin rafræn atkvæðagreiðsla um þá.“

Samningarnir eru annars vegar aðalkjarasamningur BÍ við SA, sem Árvakur, RÚV og SÝN eiga aðild að, og hins vegar kjarasamningur milli Félags fréttamanna og RÚV. Kjaraviðræður við aðra miðla fara fram í kjölfar þessara undirritana og byggja á aðalkjarasamningnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“

Stjórnarþingmaður segir símabann í skólum gagnslaust – Borgarfulltrúi ekki sammála – „Jákvæðara að unglingar fari í göngutúr til að vera í símanum“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“
Fréttir
Í gær

Baldur segir auknar líkur á að Bandaríkin taki yfir Grænland – „Ísland myndi blandast inn í þetta“

Baldur segir auknar líkur á að Bandaríkin taki yfir Grænland – „Ísland myndi blandast inn í þetta“
Fréttir
Í gær

Trump varar við og segir að þetta land gæti orðið næsta skotmark

Trump varar við og segir að þetta land gæti orðið næsta skotmark