fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Kynntu nýtt borgarhverfi við Kringluna

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 15. maí 2024 16:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reitir fasteignafélag kynnti nýtt borgarhverfi við Kringluna á fundi Reykjavíkurborgar í Sambíóunum Kringlunni síðdegis í gær. Húsfyllir var á kynningunni og þétt setið í bíósalnum. Á sama tíma var opnuð sýning á þessum drögum að deiliskipulagstillögu fyrir almenning á jarðhæð í göngugötu Kringlunnar. 

Um er að ræða drög að deiliskipulagstillögu 1. áfanga Kringlusvæðis, sem nær til lóðanna Kringlan 1-3 og Kringlan 5, eins og segir í fréttatilkynningu.

Meginmarkmið tillögunnar er að móta nýtt og þétt borgarumhverfi þar sem margbreytileikinn fær notið sín. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir allt að 450 íbúðum. Byggðamynstur mun einkennast af fjölbreyttum hlutföllum og útliti en gert er ráð fyrir að flest íbúðahúsanna verði þriggja til sex hæða byggingar en einnig verður boðið upp á útsýnisíbúðir sem telja allt að 14 hæðir. Skjólgóð og sólrík götu- og torgrými tengjast aðaltorgi svæðisins sem verður á nýrri gönguleið úr Hamrahlíð í Kringluna.

Skipulag hverfisins er unnið samkvæmt BREEAM Communities sjálfbærnistaðlinum og verður umferð akandi, hjólandi og gangandi gert jafnhátt undir höfði með sérstakri áherslu á gönguvænt umhverfi.

Gamla prentsmiðja Morgunblaðsins verður menningarmiðstöð

,,Góð fasteignaverkefni skila ávinningi fyrir íbúa, nágranna og samfélagið allt og það þarf að vanda til verka þegar byggt er þar sem byggð er fyrir. Þetta nýja borgarhverfi mun endurspegla anda gömlu Reykjavíkur sem birtist í ólíkum þakgerðum, hlutföllum, formum og litum. Götumyndin tekur mið af óreglulegum strætum miðborgarinnar og gróðursælum reitum. Hverfið verður þannig allt í senn lifandi, spennandi og hlýlegt þar sem umferð akandi, hjólandi og gangandi er gert jafnhátt undir höfði um vistgötu hverfisins. Við sjáum fyrir okkur líflegt borgarhverfi með áherslu á skjólsæl græn almenningssvæði sem styrkir nærsamfélagið með miðjusettu torgi sem umlukið er veitinga- og kaffihúsum auk menningartengdri starfsemi. Tillagan gerir ráð fyrir að breyta gömlu prentsmiðju Morgunblaðsins í menningarmiðstöð sem felur í sér að hluti sögunnar verður partur af hinu nýja borgarhverfi,“ segir Guðni Aðalsteinsson, forstjóri Reita fasteignafélags.

„Uppbygging íbúða á Kringlusvæðinu endurspeglar áherslur Reita á að vera leiðandi afl í uppbyggingu innviða sem styðja við sjálfbært, samkeppnishæft og heilsusamlegt samfélag. Gert er ráð fyrir að hægt verði að hefja framkvæmdir snemma á árinu 2025 og fyrsti áfangi af þremur á Kringlusvæðinu öllu verði fullbyggður síðla árs 2030,“ segir Guðni.

Höfundar skipulagsins eru danska teiknistofan Henning Larsen ásamt THG arkitektum og er tillagan gerð fyrir Reiti fasteignafélag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“

„Hugur minn stendur til að bjóða þetta eldissvæði út þegar matið liggur fyrir“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani

Segir Helga hafa leikið fórnarlamb meðan mál hans voru til skoðunar – Hafi aldrei verið undir raunverulegri ógn af hálfu Khourani
Fréttir
Í gær

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“

Jón ósáttur við gæludýralögin – „Þetta er gjaldið sem aðrir flokkar greiða fyrir að fá stuðning Ingu Sæland“
Fréttir
Í gær

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“

Atla Steini enn líkt við gervigreind – „Broslegt að sjá fólk ítrekað verða sér til skammar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“