fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Ragnar Freyr hreinsaður af ásökunum um ólögmætar uppflettingar í sjúkraskrám

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 12. maí 2024 12:07

Ragnar Freyr Ingvarsson. Mynd: Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftirlitsnefnd um rafrænar sjúkraskrár hefur komist að þeirri niðurstöðu að læknirinn Ragnar Freyr Ingvarsson sé saklaus af ásökunum um að hann hafi með ólögmætum hætti skoðað sjúkraskrá sjúklings. Þetta kemur fram í færslu Ragnars Freys á Facebook.

DV greindi frá því síðasta sumar að kona á fertugsaldri, sem er læknir, hefði sent inn kvörtun til til Persónuverndar sem varðar Landspítalann, Embætti landlæknis og sex lækna. Sakaði hún Landspítalann og Landlækni um ófullnægjandi umsjón og eftirlit með viðkvæmum persónuupplýsingum. Ennfremur sakaði konan sex kollega sína um tilhæfulausar uppflettingar í sjúkraskrá sinni, en konan sagði viðkomandi lækna ekkert hafa haft að gera með meðferð hennar og ekkert tilefni haft til að fletta henni upp í skránni.

Í kvörtun þáverandi lögmanns konunnar, Sveinn A. Sveinssonar, sagði meðal annars:

„Mál þetta snýst um það að kærandi, sem er læknir, en þurfti að leita sér lækninga á LSH í nokkur skipti, komst á snoðir um það að hinir kærðu læknar, sem ekkert höfðu með meðferðir hennar að gera á LSH, voru að fletta henni þráfaldlega upp í sjúkraskrá.“ – Áður en til kvörtunarinnar til Persónuverndar kom hafði konan kvartað undan uppflettingunum til stjórnenda á Landspítalanum.

Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við DV í fyrra að málið væri komið inn á borð Eftlitsnefndar um rafrænar sjúkraskrá sem myndi rannsaka það ítarlega. „Við tökum þessi mál mjög alvarlega og það hafa komið upp mál þar sem eftirlitsnefndin hefur komist að þeirri niðurstöðu að tilhæfulausar uppflettingar hafi átt sér stað. Slíkt er brot í starfi,“ sagði Runólfur.

Sjá ítarlega umfjöllun um málið hér.

Segir að niðurstaðan sé léttir

Ragnar Freyr Ingvarsson segir í færslu sinni að fréttamaður DV og lögmaður sjúklingsins hafi farið mikinn í fjölmiðlum vegna málsins. Núna hefur úrskurðarnefndin skilað niðurstöðu þar sem segir:

„…að ekki eru fyrir hendi forsendur til að fullyrða að þær uppflettingar sem málið varða hafi verið í andstöðu við lög. Mun málið ekki hafa afleiðingar fyrir þig sem starfsmann Landspítala. Þar með er litið svo á að málinu sé lokið af hálfu Landspítalans og er niðurstaðan endanleg.”

Ragnar Freyr segir að hann hafi frá upphafi verið sannfærður um farsæla niðurstöðu í málinu en það sé léttir að hún sé núna komin og málinu sé lokið. Færsla hans er eftirfarandi:

„Fyrir tæpu ári síðan var ég, ásamt fleiri læknum, borinn þungum sökum um að hafa með ólögmætum hætti skoðað sjúkraskrá sjúklings. Fréttamaður DV og lögmaður sjúklingsins fóru mikinn í fjölmiðlum.

Til þess bær aðili hefur nú lokið rannsókn sinni vegna þessarar kvörtunar sjúklingsins og sent mér bréf dags. 2. maí sl. Niðurstaða málsins samkvæmt bréfinu er “að ekki eru fyrir hendi forsendur til að fullyrða að þær uppflettingar sem málið varða hafi verið í andstöðu við lög. Mun málið ekki hafa afleiðingar fyrir þig sem starfsmann Landspítala. Þar með er litið svo á að málinu sé lokið af hálfu Landspítalans og er niðurstaðan endanleg.”

Líkt og ég nefndi í yfirlýsingu síðasta sumar er mikilvægt að sjúklingar geti treyst því að heilbrigðisstarfsmenn umgangist viðkvæm gögn eins og sjúkraskrá samkvæmt lögum. Ég hef alla tíð lagt mig fram við að rækja skyldur mínar sem læknir með hag sjúklinga minna fyrir brjósti og með fagmennsku að leiðarljósi – það mun ég að sjálfsögðu áfram gera.

Þó að ég hafi frá upphafi verið sannfærður um farsæla niðurstöðu þessa máls er það léttir að fá þessa niðurstöðu frá þeim sem falið var að rannsaka þessar ávirðingar og að málinu sé nú lokið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Banaslys á Miklubraut
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“

Sjálfsvíg ráðherrans „nánast einsdæmi í rússneskri stjórnmálasögu“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust

Ferðaðist um hálfan hnöttinn til að vera viðstaddur útskrift barnabarns – Daginn eftir hvarf hann sporlaust
Fréttir
Í gær

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn

Kótelettan hefur safnað nærri 20 milljónum fyrir krabbameinsveik börn
Fréttir
Í gær

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn

Íris Líf í samstarf við stórt íslenskt fyrirtæki – Afar ánægð með að þeir prúttuðu niður samninginn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm