fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
Fréttir

Alvarlegt ofbeldisbrot til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 12. maí 2024 10:10

Mynd: Lögreglan á Suðurlandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurlandi rannsakar alvarlegt ofbeldisbrot í uppsveitum Árnessýslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu.

Málið varðar meinta frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti í Biskupstungum. Hafa þrír karlmenn og ein kona setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins og hefur gæsluvarðhaldið verið framlengt til 24. maí.

Tilkynningin er eftirfarandi:

„Rannsókn á alvarlegu ofbeldisbroti í uppsveitum Árnessýslu

Lögreglan á Suðurlandi er með til rannsóknar meinta frelsissviptingu, líkamsárás og fjárkúgun í heimahúsi í Reykholti. Þrír karlmenn og ein kona hafa sætt gæsluvarðhaldi vegna málsins. Gæsluvarðhaldið var nú síðastliðinn föstudag framlengt til 24. maí næstkomandi og er á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Málið kom upp í lok apríl og er sá er misgjört var við erlendur ríkisborgari sem hefur verið hér á landi í langan tíma. Allir grunaðir í málinu eru Íslendingar.

Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn málsins og hefur notið aðstoðar lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu, embættis Ríkislögreglustjóra og embættis Héraðssaksóknara.

Rannsókn málsins er enn í fullum gangi og er lögreglu því ekki unnt að veita frekari upplýsingar um málið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“

Sigurður ber Auðunn saman við Jesú Krist og segir áhrif hans ekki leyna sér – „Árið er 45 E.AB“
Fréttir
Í gær

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti

Segir Bjarna hafa mokað peningum til einkafyrirtækja með gríðarlegum skattaafslætti
Fréttir
Í gær

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“

Skýtur á menningu íslenskra samfélagsmiðlastjarna – „Athyglin er aðalgjaldmiðillinn og allt er notað í gróðaskyni“
Fréttir
Í gær

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap

Biðlar til ferðamanna að bæta umgengni – Sýnir myndir af ótrúlegum sóðaskap
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm

Landsréttur slær á putta héraðsdóms – Mál óprúttins vörubílstjóra sem keyrði á lögreglubifreið fer fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi

Fastus vann stærsta sjúkrabílaútboð á Íslandi