fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. maí 2024 08:30

Frosti Logason Mynd/Baldur Kristjánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason, eigandi hlaðvarpsveitunnar Brotkast, sakar ónafngreint ofstækisfólk um að ráðast gegn viðmælendum sínum á hlaðvarpsveitunni á grundvelli tilraunar til slaufunar sem hann varð fyrir árið 2022. Fá viðmælendur yfir sig skammir og formælingar fyrir að mæta í viðtal til „ofbeldismanns“ sem Frosti er sakaður um að vera.

Í færslu á Facebook-síðu sinni, sem ber yfirskriftina „Þegar barátta gegn ofbeldi verður að ofbeldi“ opnar Frosti sig um málið.

Reynt að gera hann ómarktækan og atvinnulausan

„Nýlega hef ég orðið var við að hópur ofstækisfólks sé farinn að ráðast að viðmælendum mínum á hlaðvarpsveitunni Brotkast.is en núna eru tvö ár liðin síðan reynt var að slaufa mér sjálfum með skipulögðu átaki. Til þess voru notuð áratugs gömul samskipti mín, eftir sambandsslit, við fyrrverandi kærustu. Í barnslegri einlægni minn taldi ég í upphafi að um væri að ræða tímabært uppgjör á erfiðum tilfinningum. Mín fyrstu viðbrögð voru því að bjóða fram sáttarhönd og gæta þess að benda ekki fingri á neinn annan en sjálfan mig. Fljótlega kom þó í ljós að um ekkert slíkt væri að ræða. Áhersla var lögð á að gera mig ómarktækan og atvinnulausan. Til þess var dregin upp sú mynd af mér að ég væri ofbeldismaður. Í fyrstu taldi ég nóg að ég sjálfur vissi betur og fólkið sem mig þekkir. Ég hafði heldur engan áhuga á að fara opinbera einhver prívatmál úr löngu liðinni fortíð,“ skrifar Frosti.

Fer yfir alla sólarsöguna í hlaðvarpsþætti

Vísar hann þar í þegar gömul kærasta hans steig fram, áratug eftir að sambandi þeirra lauk, í viðtalsþætti Eddu Falak og lýsti sambandsslitum þeirra og bar Frosta þungum sökum. Frosti steig fram í kjölfarið og tók fulla ábyrgð á hegðun sinni og baðst afsökunar á henni en í kjölfarið missti hann lífsviðværi sitt sem sjónvarps- og útvarpsmaður á Sýn. Hann hefur hins vegar neitað því alfarið að vera ofbeldismaður og greint frá því, að hluta til, að hann hafi orðið fyrir hræðilegum svikum í sambandinu, sem hafi verið afar eitrað, og það hent orðið til þess að hann hafi fengið taugaáfall og hann farið í mikla neyslu í kjölfarið. Á því tímabili hafi hann gert hluti sem hann sé ekki stoltur af en síðan unnið í sínum málum og náð bata. Hann hafi hins vegar aldrei verið ofbeldismaður og sætti sig ekki við að vera úthrópaður sem slíkur.

Hann hafi því ákveðið að fara yfir alla söguna í nýjum Brotkast-þætti.

„Nú er svo komið að ofstækinu linnir ekki og sem fyrr segir hafa ákveðnir hópar með skipulögðum hætti tekið upp á að ráðast að viðmælendum mínum fyrir það eitt að mæta til mín í viðtöl. Ég ákvað því að tímabært væri að hlustendur mínir fengju að heyra alla sólarsöguna. Ég held að lang flest okkar hafi einhvern tíman á lífsleiðinni troðið einhverjum öðrum um tær. Þannig hafa eflaust margir framið einhvers konar ofbeldi ómeðvitað eða óvart. En það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi,“ skrifar Frosti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“