fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
Fréttir

Hefur áhyggjur af orðspori landsins og vill að ríkið grípi inn í: „Skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. maí 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Kári Kristjánsson, hæstaréttarlögmaður og stjórnarformaður flugfélagsins PLAY, segir að yfirvofandi verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli séu skólabókardæmi um misbeitingu á verkfallsréttinum.

Flest bendir til þess að aðgerðir hefjist næstkomandi fimmtudag á ótímabundnu yfirvinnubanns meðal alls félagsfólks Sameykis sem starfar hjá Isavia ohf. Á föstudag, frá klukkan 4 til 8, mun svo starfsfólk sem sinnir öryggisgæslu leggja niður störf. Frekari aðgerðir eru svo boðaðar á tímum þar sem mikil umferð er um flugvöllinn.

Ekkert annað en misbeiting

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag gerir Sigurður Kári yfirvofandi aðgerðir að umtalsefni.

„Það er að sjálf­sögðu ekk­ert at­huga­vert við að launa­fólk berj­ist fyr­ir bætt­um kjör­um. Hins veg­ar er mik­il­vægt að í þeirri bar­áttu beri stétt­ar­fé­lög­in og fé­lags­menn þeirra virðingu fyr­ir verk­falls­vopn­inu, eins og lengst af var gert, en mis­beiti því ekki. Þær verk­fallsaðgerðir sem hér um ræðir eru skóla­bók­ar­dæmi um mis­beit­ingu á verk­falls­rétt­in­um. Til­efni aðgerðanna og aðferðirn­ar sem til stend­ur að beita bera þetta með sér.“

Sigurður Kári segir að það sem er sérstakt við þessar verkfallsaðgerðir sé að skýrt hafi komið fram hjá forsvarsmönnum stéttarfélaganna að ekkert ósætti sé um launakjör fólksins sem er á leið í verkfall. Deilan snúist fremur um atriði sem hafi ekkert með störfin sem slík að gera, jafnvel um andrúmsloftið á vinnustaðnum.

Bitnar á þeim sem geta ekki leyst deiluna

„Að beita verk­falls­rétt­in­um við slík­ar aðstæður er ekk­ert annað en mis­beit­ing á hon­um, a.m.k. sam­kvæmt þeim vinnu­markaðsrétti sem Sig­urður heit­inn Lín­dal kenndi mér. Þetta blas­ir við þegar stétt­ar­fé­lög telja sjálfsagt, af ekki meira til­efni, að grípa til tíma­bund­inna aðgerða sem hafa það að mark­miði að valda eins mikl­um usla og rösk­un og mögu­legt er, og þar með gríðarlegu tjóni.“

Sigurður Kári bendir svo á að í þessu til­viki sé aðstaðan sú að þeir sem sitja uppi með skaðann af verk­fallsaðgerðunum eiga enga aðild að kjara­deil­unni og hafa eng­in tæki eða tól til að leysa hana.

„Þar á ég við þær þúsund­ir farþega ís­lensku flug­fé­lag­anna sem eiga leið um flug­völl­inn og þau fyr­ir­tæki sem þar starfa, þ.e. ís­lensku flug­fé­lög­in sem gera þaðan út sem og önn­ur fyr­ir­tæki sem eru með starf­semi á flug­vell­in­um. Það mikla tjón sem af þessu upp­hlaupi hlýst lend­ir á þeirra herðum.“

Skaðar orðspor landsins

Hann segir að þar fyrir utan skuli enginn efast um að síendurteknar verkfallsaðgerðir sem hafa bein áhrif á ferðalög fólks til og frá Íslandi skaði orðspor landsins sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Ferðamenn hafi takmarkaðan áhuga á því að verða strandaglópar hér til lengri eða skemmri tíma vegna verkfallsaðgerða.

„Skæru­verk­föll af þessu tagi, sem virðast því miður vera orðin ár­viss viðburður á Kefla­vík­ur­flug­velli, sýna að vinnu­markaðslög­gjöf­in frá ár­inu 1938 er fyr­ir löngu geng­in sér til húðar. Hana þurfa stjórn­völd að end­ur­skoða án taf­ar. Starfs­um­hverfi ís­lenskra fyr­ir­tækja sem þurfa að búa við slíka lög­gjöf er auk þess hvorki sam­keppn­is­hæft né boðlegt.“

Sigurður Kári segir að verði þessum boðuðu verkfallsaðgerðum ekki aflýst blasi við að stjórnvöld eigi að grípa inn í og koma í veg fyrir að þær komi til framkvæmda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“
Fréttir
Í gær

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti