fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. maí 2024 13:30

Haraldur Sigurðsson og Magnús Tumi Guðmundsson. Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Sigurðsson prófessor emeritus í eldfjallafræði, við Háskólann í Rhode Island í Bandaríkjunum, hefur eins og mörgum er eflaust kunnugt fært rök fyrir þeirri spá sinni að yfirstandandi eldsumbrot í nágrenni Grindavíkur muni taka enda í sumar. Í nýlegri færslu í Facebook-hópnum Jarðsöguvinir færir hann enn rök fyrir þessari spá sinni. Magnús Tumi Guðmundsson prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands svarar færslunni í ítarlegri athugasemd og segir þar að rök Haraldar virðist byggð á misskilningi.

Haraldur vísar í færslu sinni í bloggfærslu sem hann og Grímur Björnsson jarðelðisfræðingur skrifuðu þar sem þeir spá þessu:

„Við höfðum tekið eftir því að í gögnum sem eru birt af Veðurstofu Íslands felast upplýsingar um breytingar á kvikuflæði frá eldstöðinni, sem er kennd við Sundhnúksgígaröðina. Þessi gögn sýna að kvikuflæði hefur stöðugt minnkað (fyrsta myndin) og bendir sú þróun á að kvikuflæði verði lokið í þessari eldstöð seinni part sumars 2024, eða nánar tiltekið um 5. júlí.“

Með færslunni birtir Haraldur myndir sem hann segir sýna gögn um kvikuflæði frá eldstöðinni.

Haraldur segir að nýjar tölur frá Veðurstofu Íslands um hraunflæði frá Sundhnúksgígaröðinni ýta frekari stoðum undir spá um að eldsumbrotum á svæðinu ljúki í júlí og vísar í myndirnar sem fylgja færslunni:

„Nú hefur Veðurstofa Íslands birt nýjar tölur um hraunflæði frá Sundhnúksgígaröðinni, þær fyrstu síðan hinn 11. mars 2024. Myndin frá VÍ sem fylgir sýnir kvikuflæði fyrir þessi sjö tilfelli sem hafa gerst til þessa og flest leitt til eldgosa (fyrsta myndin). Okkur varð strax ljóst að það er kerfisbundin breyting á kvikurennsli í þessum sjö tilfellum, þannig að það dregur stöðugt úr kvikurennsli. Þess vegna sýnum við gögnin í línuriti af kvikurennsli á móti tíma (önnur myndin). Þar mynda þessi sjö tilfelli ferli sem stefnir niður á lárétta ásinn og gefa okkur þá grundvöll til að setja fram spá um goslok í byrjun júlí 2024. Nýjustu gögn styðja því við fyrri spá okkar um framtíð og lok virkni í Sundhnúksgígaröðinni.“

Haraldur vísar einnig í að landris hefur haldið áfram í Svartsengi og búist hafi verið við að bæti í yfirstandandi eldgos eða þá að nýtt hefjist en hann telur það vel mögulegt að þróunin verði eins og í Kröflueldum, að eldsumbrotin hætti þótt að landris mælist.

Misskilningur

Magnús Tumi Guðmundsson segir hins vegar í ítarlegri athugasemd við færsluna að svo virðist sem að um misskilning sé að ræða. Gröfin sem birt séu með færslunni sýni kvikusöfnun undir Svartsengi en Haraldur segir að að um sé að ræða myndir sem sýni hraunflæði frá eldstöðinni í Sundhnúksgígaröðinni:

„Ef við viljum meta innstreymi kviku að neðan þarf að leggja saman (a) magn hrauns sem komið hefur upp frá 16. mars og (b) uppsöfnun kviku undir Svartsengissvæðinu og draga síðan frá því (c) uppsöfnun kviku fyrir gosið 16 mars, þ.e. milli 9.2. og 16.3. Hér vantar að taka tillit til hraunsins,“ segir Magnús Tumi og reiknar síðan þessa þætti saman og niðurstaða hans er eftirfarandi en hann reiknar eins og venjan er magn kviku í rúmmetrum, m3:

„Ef við leggjum saman (a) og (b) og drögum (c) frá fæst:
31 + 10 – 15 milljón m3 = 26 millj. m3.
Þetta er þá mat á innstreymi kviku djúpt að neðan á þessu 43 daga tímabili – 26.000.000 m3/(43 dagar * 86400 s/dag) = ca. 7 m3/s (600.000 m3/dag). Ef þetta er borið saman við innstreymið eins og það var að meðaltali nóvember-mars, þá er þessi tala hærri. Undanfarnar sex vikur hafi innstreymið að neðan að meðaltali verið meira en mánuðina á undan. En sennilega er minna að koma inn seinni hluta apríl en var fyrri hluta þessa goss.“

Það er bersýnilega niðurstaða Magnúsar Tuma að óvissan um framhaldið sé nokkru meiri en Haraldur spáir:

„Erfitt að segja til um lok á þessari atburðarás. Spurning hvað gerist á næstunni – við verðum að bíða og sjá.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“
Fréttir
Í gær

Ilræmdur rússneskur pyntingastjóri drepinn með bílsprengju

Ilræmdur rússneskur pyntingastjóri drepinn með bílsprengju
Fréttir
Í gær

Uppnám í Langholtshverfi vegna drápshunda – „Þessir hundar voru að drepa kött kærastans míns! Hringdu á lögguna strax“

Uppnám í Langholtshverfi vegna drápshunda – „Þessir hundar voru að drepa kött kærastans míns! Hringdu á lögguna strax“