fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. maí 2024 08:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rithöfundurinn Gunnar Helgason er ómyrkur í máli eftir að hafa lesið pistil sem birtist á vef Heimildarinnar um helgina. Þar skrifaði samfélagsrýnirinn Ole Anton Bieltvedt um væntanlegar forsetakosningarnar og þá grunneiginleika sem nýr forseti lýðveldisins verður að hafa að hans mati.

„Bjartur persónuleiki, flekklaus fortíð, falleg fjölskyldumynd, mikil og góð innlend og erlend menntun/reynsla  – Laus við stjórnmálavafstur,“ sagði hann um þessa grunneiginleika.

Ummæli hans um Baldur Þórhallsson vöktu talsverða athygli.

„Ef við byrjum á að máta Baldur við grunnkjörmynd, þá stendur hann á margan hátt vel, menntaður og reyndur vel, virtur prófessor hér og erlendis, með hlýlegt fas og góðan vilja, en við verðum þó, finnst mér, að staldra við spurningarnar um „flekklausa fortíð“ og „fallega fjölskyldumynd“ með hann,“ sagði Ole Anton í grein sinni og vísaði meðal annars í myndir af Baldri og Felix sem hafa verið í umræðunni upp á síðkastið. Svo talaði hann um fjölskyldumyndina.

„Kannske er ég of gamaldags, en mér finnst líka, að tvíeyki, Baldur & Felix, forseti og bóndi, sem forsetamynd, illa passa. Hefði fremur viljað sjá fallega, venjulega forsetafjölskyldu.“

Gunnar Helgason, náinn vinur Baldurs og Felix og sá sem átti frumkvæðið að því að hvetja Baldur til að fara í framboð, gat ekki orða bundist eftir að hafa lesið grein Ole.

„Ole … já þú ert of gamaldags. Þú ert samt líklega 20 árum yngri en mamma mín sem kenndi mér ungum að fordómar væru af hinu illa. Hún hefur sagt mér alla mína ævi að allir verði að fá að vera eins og þeir sjálfir kjósa. Þú hefðir þurft að fá svipað uppeldi. Baldur og Felix hafa þurft að berjast við fordóma allt sitt líf. Úr ræðustól á sjálfu Alþingi fyrir um 25 árum var sagt að fjölskyldur eins og þeirra væru hættulegar samfélaginu! Það sem þú, Ole skrifar í dag er í rauninni það sama. Stigsmunur, já, en ekki eðlis,“ sagði Gunnar meðal annars í pistli á Facebook-síðu sinni sem vakið hefur talsverða athygli.

Hann segir að frá því að hann stofnaði stuðningssíðu Baldurs og Felix hafi hellst yfir hann – og þá miklu fremur – fordómaflaumur.

„Ég hélt í alvörunni að við værum komin lengra sem samfélag, sem þjóð. Þarna er bakslagið í réttindabaráttu hinsegin fólks holdi klætt. Skrifað á samfélagsmiðla eða í Heimildina. Og mbl.is og víðar. Ég hélt við værum komin lengra! En nú ákveður þú, Ole, sem ég hef oftast verið sammála þegar þú ritar um þjóðfélagsmál, að slást í hópinn. Hóp nátttröllanna, nettröllanna sem álíta sig svo miklu betri en aðra. Þú ákveður að stíga fram sem fordómafullur karlfauskur. Takk fyrir að sýna þitt rétta andlit, Ole. Í mínum huga hefur þú strikað sjálfan þig út úr allri samfélagsumræðu. Bless.“

Gunnar segir að Baldur og Felix hafi þurft að berjast gegn fordómum alla ævi, kannski sérstaklega vegna þess að þeir hafa stöðugt bankað á glerþökin.

„Ekki með sleggjum heldur litlum hömrum. Tekið lítil skref í einu. Staðfest sambúð núna, gifting seinna. Gifting núna, ættleiðingar seinna. Eitt glerþak í einu.  Og ég hélt að þetta væri komið. Að það væru engin glerþök eftir. Ég hélt við værum komin lengra! En ég hafði greinilega rangt fyrir mér. Ég verð svo sorgmæddur við að lesa þessa grein og skrifa þessi orð að ég er við það að missa vonina. Vonina um réttlátt samfélag þar sem fólk fær að vera eins og það er.“

Gunnar segir það átakanlega sárt að lesa þau orð Ole að hann hefði „fremur viljað sjá fallega, venjulega forsetafjölskyldu“ á Bessastöðum.

„Fallega. Það er þetta orð sem er verst. Stingur og meiðir og grætir. Ég er með tárin í augunum hérna. Grínlaust. Þér finnst semsagt að fjölskylda samkynhneigðs pars sé ekki falleg. Þér finnst hinsegin fjölskyldur ekki fallegar! Þér finnst fjölskylda Baldurs og Felix ekki falleg. Gerir þú þér grein fyrir hver konar viðbjóð þú ert að skrifa? Þú ert í rauninni að segja að fjölskylda þeirra hjóna sé ljót. Það er varla hægt að segja eða skrifa ljótari hlut en þetta.“

Gunnar segir að ekki sé um neitt annað en hatursorðræðu að ræða, ekki fáfræði.

„Ég trúi varla að þú hafir skrifað þetta og ég trú varla að Heimildin hafi leyft þessa hatursorðræðu. Þetta sýnir að þau hjá Heimildinni skilja ekki hatursorðræðu. Vita ekki hvað það er. Sjá hana ekki þó hún standi á nefi þeirra.  Heimildin, sem jafnan gerir út á það að vera réttsýnastur fjölmiðla, skuldar þeim Baldri og Felix opinbera afsökunarbeiðni. Og þú, Ole minn, gerir það líka.  Áfram Baldur, áfram hinsegin fólk, áfram allir.“

Alla færslu Gunnars má lesa hér að neðan:

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“
Fréttir
Í gær

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Í gær

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga