Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að maðurinn hafi verið handtekinn í fyrradag í þágu rannsóknar lögreglu á innbroti og þjófnaði á fjármunum úr verðmætaflutningabifreið í Hamraborg í Kópavogi fyrir rúmum fimm vikum.
Tveir menn brutust inn í bíl öryggisflutningafyrirtækis og stálu töskum sem innihéldu um 20 til 30 milljónir króna að því að talið er.
Að sögn lögreglu er ekki hægt að veita frekari upplýsingar um rannsókn málsins að svo stöddu.