Stórleikarinn Daniel Radcliffe, sem öðlaðist heimsfrægð fyrir túlkun sína á Harry Potter, greindi frá því í nýlegu viðtali að hann hefði ekki rætt árum saman við JK Rowling, höfund bókanna um galdradrenginn. „Mér finnst það mjög sorglegt, ég er að meina það,“ sagði leikarinn í viðtali við The Atlantic.
Radcliffe hefur sjaldan viljað ræða málið en samband hans við Rowling fór í hundana í kjölfar athugasemda rithöfundarins á Twitter um transfólk. Gagnrýndi Rowling meðal annars leiðaragrein í fjölmiðli þar sem skrifað var um „fólk sem fer á tíðarfarir“ og hæddist að því að til að væri algengt orð um þessa einstaklinga, konur.
Orðræða Rowling féll í grýttan jarðveg meðal transfólks og Radcliffe steig fram, ásamt meðleikurum sínum Emmu Watson and Rupert Grint, og gagnrýndu rithöfundurinn. Þar virðast hafa orðið til sár sem seint munu gróa.
‘People who menstruate.’ I’m sure there used to be a word for those people. Someone help me out. Wumben? Wimpund? Woomud?
Opinion: Creating a more equal post-COVID-19 world for people who menstruate https://t.co/cVpZxG7gaA
— J.K. Rowling (@jk_rowling) June 6, 2020
Í viðtalinu segir Radcliffe að þessi manneskja sem hann hitti og bækurnar sem hún skapaði hafi gefið honum mikið. Sagðist hann harma upplifun þeirra sem hefðu elskað bækurnar en ættu erfitt með það í dag.
„Ég vona að þið hafið ekki glatað því alveg sem ykkur fannst dýrmætt í þessum bókum,“ sagði Radcliffe.
Rowling er þó hvergi af baki dottinn þrátt fyrir mótbyrinn og tjáir sig oft og títt um transmálefni á samfélagsmiðlinum X.