Í samtali við UK Defence Journal sagði Docherty einnig að þessum til viðbótar hafi tugir þúsundar hermanna gerst liðhlaupar síðan stríðið hófst í febrúar 2022.
Hann sagðist ekki vita hversu margir málaliðar úr einkafyrirtækjum, á borð við Wagnerhópinn, sem berjast með rússneska hernum, hafi fallið.
Hvað varðar tjón á búnaði sagði hann að Rússar hafi misst rúmlega 10.000 brynvarin ökutæki, þar á meðal tæplega 3.000 stóra skriðdreka, 109 flugvélar, 136 þyrlur, 346 ómönnuð loftför, 23 herskip og rúmlega 1.500 fallbyssur hafa verið eyðilagðar, skildar eftir eða teknar af úkraínskum hermönnum.