Það kemur sér auðvitað vel fyrir þá að fá skotfæri og vopn en það vantar einnig hermenn. Þetta sagði Pavlo Palisa, yfirmaður 93. vélvæddu herdeildarinnar sem berst við Bakmút sem er einnig þekkt sem „Hakkavélin“.
Í samtali við úkraínska ríkisfjölmiðilinn Suspilne sagði ofurstinn að hann vanti hermenn til að halda aftur af Rússunum sem hafi hert árásir sínar að undanförnu. „Þetta er miklu mikilvægara en skotfæri. Einn hermaður verður nú að berjast við þrjá eða fjóra,“ sagði hann.
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, stað festi í síðustu viku lagafrumvarp sem færir Úkraínu hernaðaraðstoð upp á 60 milljarða dollara.
„Að sjálfsögðu gætir skotfæraskortsins í bardögunum. Fyrst og fremst eykur hann mannfall okkar. Við gerum það sem við getum, það er ekki í boði að gefast upp,“ sagði Palisa.
Hann sagðist telja að Rússar hafi fimm til sjö sinnum fleiri hermenn en Úkraínu.
Bandaríska hugveitan Institute for the Study of War segir í nýrri stöðugreiningu að það skipti Úkraínu auðvitað miklu máli að fá fleiri skotfæri en það sé enn mikilvægara að leysa mönnunarvanda hersins. Það hversu langan tíma það tekur að fá nýja hermenn, muni skipta miklu varðandi möguleika Úkraínumanna á að gera gagnsókn.