fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 30. apríl 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnalagabrot. Um er að ræða svokallað hlaupbangsamál sem sneri að umfangsmikilli sölu og dreifingu fíkniefna í formi sælgætis.

Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í mars á síðasta hafði lögregla til rannsóknar mál sem varðaði umfangsmikla dreifingu á kannabisefnum í formi hlaupbangsa og súkkulaðis. Samhliða var tilkynnt að töluvert magn efna hafi verið haldlagt í tveimur húsleitum á höfuðborgarsvæðinu. Eins hefði lögregla lagt hald á vape-hylki, penna og vökva sem innihéldu virka efnið í kannabis, THC. Voru foreldrar hvattir til að ræða við börn sínu um hættur fíkniefna en skömmu áður átti það sér stað á Suðurlandi að barn þurfti að leita læknisaðstoðar eftir að hafa fyrir mistök borðað hlaupbangsa sem innihélt kannabis.

Dómur féll í gær í máli karlmanns sem var ákærður í hlaupbangsamálinu. Um er að ræða Ívar Ketilsson sem hefur gjarnan verið titlaður Bitcoin-sérfræðingur og hélt úti hlaðvarpinu Bitcoin-byltingin og verið gestur í hlaðvarpi Rafmyntaráðs Íslands.

Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að húsleit hafi farið fram í íbúð og geymslu í reykjavík og þar fundist 1020 kannabishlaupbangsar, 29 stk af hugbreytandi efninu LSD, 395,3 g af kannabisblönduðu súkkulaði, 25,19 g af maríhúana, 17,27 g af sveppum og 2,3 lítrar af kannabisblönduðum vökva.

Eins var hald lagt á rafrettur, aukahluti rafretta, hitablásara, helluborð, eiturefnagrímu, pípettu, mælikönnur, iðnaðarhanska, þvottapoka, handklæði, merkivél og fleira.

Lögregla krafðist svo upptöku á rúmlega 6,2 milljónum króna í reiðufé, 600 dollurum og 5 evrum.

Ívar játaði sök samkvæmt ákæru og samþykkti upptökukröfur. Hann var með hreint sakavottorð sem ásamt játningu horfði honum til mildunar. Eins reyndist sælgætið hafa óverulegan styrk af virku efni sem dómari taldi eins horfa til málsbóta.. Dómari tók þó fram að hér hafi Ívar verið að útbúa fíkniefni til dreifingar og sölu og brotið gegn mikilvægum samfélagslegum hagsmunum.

Ívar mun því verja næstu tveimur árum á skilorði og þarf að greiða 1,7 milljón í sakarkostnað til ríkissjóðs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi

Ingólfur Kjartansson dæmdur í átta ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar