Í hugleiðingum veðurfræðings segir að í dag, mánudag, verði vindur norðlægari en var um helgina. Á Austfjörðum má gera ráð fyrir strekkingi en hægari vindi annars staðar. Á Norður- og Austurlandi má gera ráð fyrir lítilsháttar skúrum eða éljum en suðvestanlands verður bjart með köflum. Hiti verður 2-12 stig, mildast syðra.
„Á morgun, þriðjudag er útlit fyrir norðan golu eða kalda, en um kvöldið verður líklega hægviðri víðast hvar. Bjart veður sunnan heiða, en skýjað og úrkomulítið norðantil. Hiti breytist lítið. Á miðvikudag er svo útlit fyrir að vindur snúist til suðlægra átta með vætu um landið sunnan- og vestanvert, en ekki er að sjá að hlýni neitt í bili nema að hitinn mun hækka dálítið á Norður- og Austurlandi.“
Á miðvikudag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-10 m/s og skýjað, hvassast vestast. Dálítil rigning sunnan- og vestanlands síðdegis. Hiti 2 til 8 stig.
Á fimmtudag:
Suðaustlæg átt 3-8. Lítilsháttar rigning eða súld sunnan- og vestantil, en annars bjart að mestu. Hiti 4 til 10 stig að deginum.
Á föstudag:
Austlæg átt 5-13 og rigning eða súld. Þurrt norðaustantil en rigning eða snjókoma undir kvöld. Hiti 2 til 8 stig.
Á laugardag:
Breytileg átt og rigning eða súld með köflum. Hiti 6 til 11 stig.
Á sunnudag:
Útlit fyrir suðvestanátt, skýjað með köflum og sums staðar dálitla vætu. Áfram milt í veðri.