fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 28. apríl 2024 11:30

Ásdís sjálf fer fyrir hópnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn Kópavogs eru óánægðir með skipun starfshóps til að fjalla um framtíð Salarins í Hamraborg. Saka þeir Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra um takmarkaðan skilning á lýðræðinu.

DV greindi frá því í október að framtíð Salarins væri í uppnámi. Ýmis samtök tónlistarfólks hafa lýst áhyggjum sínum af því að starfsemin yrði boðin út og Salnum breytt í skemmtistað. Ásdís sagði það „nánast útilokað“ og að skipaður yrði starfshópur.

Fulltrúar minnihlutans, Vina Kópavogar, Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata, harma litla aðkomu að téðum starfshóp. Í bókun á fundi Lista og menningarráðs í vikunni mótmæltu þeir harðlega að ráðið væri sniðgengið í máli sem heyrði undir það. Fyrir lægju þrjár bókanir um mikilvægi þess að í starfshópinn séu skipaðir fulltrúar úr meiri og minnihluta ráðsins sem og fulltrúi frá Tónlistarskóla Kópavogs.

Sjá einnig:

Nánast útilokað að starfsemi Salarins verði boðin út

„Framferði bæjarstjóra ber enn og aftur vitni um takkaðan skilning og áhuga á lýðræði. Augljóst er að um málamyndagjörning er að ræða vegna knapps tímafrests og fárra funda,“ segir í bókuninni.

Fulltrúar meirihlutans, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, eru hins vegar sáttir.

„Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 25.4.2023 að bæjarstjóri myndi skipa starfshóp Salarins. Eftir að bæjarstjóri hafði leitaði álits hjá formanni FÍH varð niðurstaða hennar þessi. Fulltrúar meirihlutans fagnar stofnun starfshóps um málefni Salarins og vonar að tillögur sem koma frá starfshópnum geti nýst vel í áframhaldandi vinnu lista- og menningarráðs,“ segir í þeirra bókun.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“