fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Mölbrotnaði eftir að hafa hrasað um köttinn sem slapp ómeiddur

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 27. apríl 2024 20:21

Chris Rowley var nærri dauða en lífi en Eric Morecambe slapp ómeiddur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskur maður að nafni Chris Rowley var næstum því dauður þegar hann datt um köttinn sinn. Meðal annars hálsbrotnaði hann og það blæddi inn í lungu.

Greint er frá málinu í blaðinu New York Post.

Talið er kraftaverk að Rowley, sem er 59 ára gamall tónlistarmaður, hafi lifað þetta af en hann hlaut meiðsli sem hefðu alveg eins geta stafað af mjög alvarlegu bílslysi.

„Ég man ekki mikið. Ég man að ég datt, þetta gerðist mjög hratt og var búið á nokkrum sekúndum. Þá var ég á botninum,“ segir Rowley.

14 tröppur

Slysið gerðist heima hjá Rowley í Leicestershire sýslu í Bretlandi þann 23. október árið 2022. Rowley var einn heima ásamt kettinum sínum, Eric Morecambe, sem er af egypsku sfinx kyni.

Atvikaðist þetta þannig að Rowley var á leið niður stigann þegar Eric Morecambe vildi leika og stökk á fótlegginn hans. Missti hann fótanna og datt niður stigann, heilar 14 tröppur.

Eftir að hafa fallið niður þessa miklu hæð gat hann hvorki hreyft legg né lið.

„Síminn minn var dauður, ég gat ekki staðið upp, líkamlega gat ekki staðið upp. Þetta er hræðileg tilfinning, eins og að finnast maður vera innilokaður, þú kemst ekkert, þú getur líkamlega ekki komist neitt eða gert neitt,“ sagði Rowley.

Afbar ekki ópin

Eiginkona hans, Jackie, var á næturvakt og því kom enginn honum til bjargar. Rowley lá í 14 klukkutíma í eigin blóði uns kona hans fann hann um morguninn.

„Ég opnaði hurðina og heyrði hann öskra og sá blóðið,“ sagði Jackie. Hún hringdi strax á sjúkrabíl sem kom innan nokkurra mínútna. Þegar sjúkraflutningamennirnir komu sagðist Jackie hafa þurft að fara út úr herberginu, hún afbar ekki að heyra öskrin í manni sínum.

„Við vissum ekki hversu alvarleg meiðslin voru á þessum tíma. Þeir þurftu að gefa honum deyfilyf til þess að geta fært hann,“ sagði Jackie.

Ólýsanlegur sársauki

Rowley var höfuðkúpubrotinn, hálsbrotinn, tvíbrotinn á hrygg, með níu brotin rifbein á mörgum stöðum og blæðingu í lunga.

„Ég get ekki lýst sársaukanum. Ég áttaði mig á því að ég hafði fengið skurð á höfuðið. Ég vissi ekki hversu mikið fyrr en ég sá blóðið, og seinna sögðu þeir mér frá öllum hinum meiðslunum,“ sagði hann.

Stráði salti í sárið

Eric Morecambe kom hins vegar algerlega óskaddaður út úr þessari byltu. Ekki nóg með það, þá hafði kötturinn traðkað á Rowley alla nóttina, meðal annars á rifbeinunum, án þess að hann gæti spornað nokkuð við því.

Chris Rowley var í tvær vikur á gjörgæsludeild eftir slysið. Eftir það tók við ár í endurhæfingu. Þrátt fyrir þetta bar hann engan kala til Eric Morecambe.

„Þetta er bara eitt af þessum hlutum sem gerast,“ sagði hann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks