Í vikunni var þingfest mál við Héraðsdóm Reykjaness gegn manni sem ákærður hefur verið fyrir kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot, en til vara fyrir blygðunarsemisbrot og barnaverndarlagabrot.
Maðurinn er sakaður um að hafa frá því í desember 2021 og fram til 10. janúar 2022 ítrekað sent stúlku undir lögaldri kynferðislegar ljósmyndir sem sýndu beran getnaðarlim hans, í gegnum samskiptaforritið Snapchat.
Er hann sagður hafa sært blygðunarsemi stúlkunnar og sýnt henni vanvirðiandi, ósiðlegt og lostugt athæfi.
Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.
Móðir stúlkunnar gerir fyrir hennar hönd kröfu um miskabætur upp á 1,5 milljónir króna.