fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Nýr þjónustusamningur við Sólheima

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 15. apríl 2024 11:50

Við undirritun þjónustusamningsins. Frá vinstri eru Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Sólheima, Sigurjón Örn Þórsson, formaður stjórnar Sólheima, Fjóla St. Kristinsdóttir, bæjarstjóri Árborgar, og Íris Ellertsdóttir, verkefnastjóri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólheimar í Grímsnesi og Byggðarsamlag Bergrisans hafa undirritað nýjan samning um þjónustu við íbúa Sólheima til næstu fimm ára. Samningurinn er gerður á grundvelli laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.  

Sólheimar hafa annast þjónustu við fatlað fólk frá árinu 1930 og unnið er eftir þeirri hugmyndafræði að auka eins og kostur er lífsgæði hvers og eins og að fólk komi að ákvörðunum um eigin mál. Lögð er áhersla á samfélag án aðgreiningar þar sem ófatlaðir laga sig að þörfum fatlaðs fólks, eins og segir í tilkynningu.

Bergrisinn er byggðarsamlag um málefni fatlaðs fólks og sér um skipulag og framkvæmd þjónustu við viðkomandi hóp á þjónustusvæði aðildarsveitarfélaganna. Sveitarfélögin Hveragerðisbær, Sveitarfélagið Ölfus, Grímsnes- og Grafningshreppur, Sveitarfélagið Árborg, Flóahreppur, Bláskógabyggð, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Skaftárhreppur og Mýrdalshreppur standa að byggðarsamlagi Bergrisans.

Samstarf Bergrisans og Sólheima um þjónustu við fatlaða einstaklinga sem eru búsettir á Sólheimum hefur staðið allt frá því að sveitarfélögum var falin umsjá með málefnum fatlaðs fólks. Samstarfið hefur gengið vel og ánægja ríkir meðal samningsaðila með nýjan þjónustusamning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“