fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fréttir

Heiða neitaði að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni – „Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 14. apríl 2024 09:29

Heiða Eiríks

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiða Eiríksdóttir, tónlistarkona og útvarpskona á Rás 2, neitaði í gærkvöld að spila lag með Hallbirni Hjartarsyni, látnum kúrekasöngvara og dæmdum barnaníðingi. Hlustandi bað um lag með Hallbirni og Heiða neitaði bóninni. Atvikið átti sér stað í þættinum Næturvaktin. Heyra má þáttinn hér, en umrædd orðaskipti um Hallbjörn eiga sér stað eftir um það bil 2 klst. og 16 mínútur.

„Aðstandendur hans, sem eiga um sárt að binda, þeim finnst ekki þægilegt að heyra tónlistina hans í Ríkisútvarpinu,“ sagði Heiða við hlustandann sem hún neitaði um þessa bón.

Næsti hlustandi sem náði inn kallaði Heiðu síðan dóna fyrir að hafa neitað hlustandanum á undan um að spila lag með Hallbirni.

Heiða greinir frá atvikinu í Facebook-færslu þar sem segir:

„Ég neitaði að spila lag í ríkisútvarpinu í kvöld. Það er með þekktum barnaníðingi sem sat í fangelsi fyrir glæpi sína en lést fyrir nokkrum árum. Næsti hlustandi sem náði inn öskraði á mig og skammaði mig fyrir að spila ekki lagið. Ég vil fá að segja þetta: Ég mun aldrei nokkru sinni hætta að standa með þolendum kynferðisofbeldis. Það breytir engu hvort einhver öskri eða skammist, ég hef þetta prinsip og má hafa það. Mér finnst í rauninni alltaf jafn skrýtið að fólk skilji það ekki, því þau sem ekki skilja eru í raun að leggja blessun sína yfir eina hræðilegustu glæpi sem fyrir finnast, sem er að misnota börn. Takk fyrir þau bréf sem ég fékk sem studdu mig í þessari ákvörðun. Svona lagað gerist í beinni útsendingu, þar sem allt getur gerst, en mér leið alveg smá illa eftir að vera skömmuð af reiðum kalli. Í guðanna bænum, kæra fólk, uppfræðið ykkur um hvað þolendur kynferðisofbeldis og eftirlifandi ættingjar kynferðisglæpamanna eru að upplifa þegar þau heyra þessi lög í útvarpinu. Það er ekkert í lagi við það.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“

„Forkastanlegt að atvinnurekendur skuli grafa með þessum hætti undan réttindum launafólks“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var

Öskrin í konunni reyndust á „heldur jákvæðari nótum“ en óttast var
Fréttir
Í gær

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður

Zelenskyy segir að hægt sé að senda erlendar hersveitir til Úkraínu áður en af NATÓ-aðild verður
Fréttir
Í gær

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að

Ákeyrsla á bílastæði eyðilagði framtíðina sem hún stefndi að
Fréttir
Í gær

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni

Sigurður Fannar ákærður fyrir morð á dóttur sinni