fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá á nýjan leik

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 12. apríl 2024 10:51

Fréttaþulir kvöldfrétta Stöðvar 2. Mynd/Sýn/Vilhelm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sýn tilkynnti í dag að frá og með mánudeginum 15. apríl verða kvöldfréttir Stöðvar 2 í opinni dagskrá. Kvöldfréttirnar hafa verið í læstri dagskrá í rúm þrjú ár.

Í viðtali við Vísi þar sem breytingin var kynnt segir Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri að það sé mikilvægt að landsmenn hafi greiðan aðgang að fleiri en einum sjónvarpsfréttatíma. „Það hafa síðustu misseri sýnt okkur þar sem náttúruhamfarir, væntanlegar forsetakosningar og hrókeringar í ríkisstjórn hafa verið meðal fréttamála,“ segir hún.

Opinn gluggi mun ná yfir kvöldfréttirnar sem hefjast klukkan 18:30 sem og sportpakkann og Ísland í dag.

Í janúar árið 2021 var tilkynnt að kvöldfréttirnar yrðu í læstri dagskrá. Að sögn Þórhalls Gunnarssonar, þáverandi framkvæmdastjóra fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone, stóðu auglýsingatekjur ekki undir rekstri fréttastofunnar einnar og sér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Þetta er samfélag sem byggir mann upp“

„Þetta er samfélag sem byggir mann upp“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir að börnin á Gasa dreymi um að deyja

Segir að börnin á Gasa dreymi um að deyja
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kemur útlendingum til varnar og undrast eitt í umgengni íslenskra ferðamanna – „Missi daglega andlitið“

Kemur útlendingum til varnar og undrast eitt í umgengni íslenskra ferðamanna – „Missi daglega andlitið“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Súlunesmálið: Margrét sögð hafa misþyrmt foreldrum sínum klukkustundum saman

Súlunesmálið: Margrét sögð hafa misþyrmt foreldrum sínum klukkustundum saman
Fréttir
Í gær

Arion banki mokgræðir – Hagnaðist um 16,2 milljarða á fyrri hluti ársins

Arion banki mokgræðir – Hagnaðist um 16,2 milljarða á fyrri hluti ársins
Fréttir
Í gær

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“
Fréttir
Í gær

Afmarka svæði frá hraunjaðrinum – Getur brotist hratt fram

Afmarka svæði frá hraunjaðrinum – Getur brotist hratt fram
Fréttir
Í gær

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“