Þetta sagði Volodymyr Zelenskyy, forseti, á laugardaginn, og sagði þetta verða stöðuna sem uppi verður ef Rússland heldur áfram linnulausum loftárásum með flugskeytum.
„Ef þeir halda áfram árásum daglega, eins og þeir hafa gert síðasta mánuðinn, þá verðum við uppiskroppa með flugskeyti og það vita stuðningsaðilar okkar,“ sagði forsetinn í samtali við úkraínska sjónvarpsstöð.
Ósk hans um að styrkja loftvarnirnar kemur ekki upp úr þurru því fyrr í vikunni ræddi Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra, málið þegar hann sótti leiðtogafund NATÓ í Brussel í tilefni af 75 ára afmæli varnarbandalagsins.
„Skilaboð mín eru mjög skýr: Við höfum þörf fyrir Patriot-flugskeyti til að verja landið okkar. Það eru skilaboðin sem ég færi ykkur hér og nú,“ sagði Kuleba.
Hann sagði Patriot-flugskeytin gríðarlega hentug til að verja Úkraínu fyrir loftárásum Rússa.
Patriot er háþróað bandarískt loftvarnarkerfi sem hefur skipt miklu við loftvarnir Úkraínu gegn langdrægum flugskeytum og ofurhljóðfráum flugskeytum sem geta hæft skotmörk sín á nokkrum mínútum.
Kuleba sagði að auk flugskeyta fyrir Patriot-kerfin þurfi fimm til sjö slík kerfi til viðbótar.