fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Zelenskyy með eina alvarlegustu aðvörunina frá upphafi stríðsins

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. apríl 2024 04:01

Selenskíj. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn eiga á hættu að verða uppiskroppa með flugskeyti fyrir loftvarnarkerfin sem landið notar. Það þarf því að senda fleiri flugskeyti fyrir Patriot-loftvarnarkerfin.

Þetta sagði Volodymyr Zelenskyy, forseti, á laugardaginn, og sagði þetta verða stöðuna sem uppi verður ef Rússland heldur áfram linnulausum loftárásum með flugskeytum.

„Ef þeir halda áfram árásum daglega, eins og þeir hafa gert síðasta mánuðinn, þá verðum við uppiskroppa með flugskeyti og það vita stuðningsaðilar okkar,“ sagði forsetinn í samtali við úkraínska sjónvarpsstöð.

Ósk hans um að styrkja loftvarnirnar kemur ekki upp úr þurru því fyrr í vikunni ræddi Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra, málið þegar hann sótti leiðtogafund NATÓ í Brussel í tilefni af 75 ára afmæli varnarbandalagsins.

„Skilaboð mín eru mjög skýr: Við höfum þörf fyrir Patriot-flugskeyti til að verja landið okkar. Það eru skilaboðin sem ég færi ykkur hér og nú,“ sagði Kuleba.

Hann sagði Patriot-flugskeytin gríðarlega hentug til að verja Úkraínu fyrir loftárásum Rússa.

Patriot er háþróað bandarískt loftvarnarkerfi sem hefur skipt miklu við loftvarnir Úkraínu gegn langdrægum flugskeytum og ofurhljóðfráum flugskeytum sem geta hæft skotmörk sín á nokkrum mínútum.

Kuleba sagði að auk flugskeyta fyrir Patriot-kerfin þurfi fimm til sjö slík kerfi til viðbótar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks