fbpx
Miðvikudagur 15.maí 2024
Fréttir

Norðmenn tvöfalda framlög sín til hersins – „Óvissutímar krefjast þess af okkur“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 9. apríl 2024 14:30

Norskir hermenn á æfingu. Mynd:Forsvaret.no

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska ríkisstjórnin tilkynnti á föstudaginn um stóraukin fjárframlög til norska hersins. Á næstu tólf árum verða framlögin tvöfölduð frá því sem nú er.  Markmiðið er að styrkja herinn á öllum sviðum.

Um mjög umfangsmikla fjárfestingaráætlun er að ræða en með henni er ætlunin aðallega að mæta ógnin sem steðjar að úr austri.

Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra, skýrði frá styrkingu hersins á fréttamannafundi á föstudaginn. Markmiðið er að Noregur verði meðal þeirra NATÓ-ríkja sem eyða mestu í varnarmál.

„Noregur ógnar engum og NATÓ ógnar engum. En við verðum að hafa getuna til að verja okkur ef krísa og stríð ógna okkur. Sterkari varnir hér heima munu hafa fælandi áhrif á þá sem hyggjast ógna öryggi okkar og bandamanna okkar,“ sagði Støre á fréttamannafundinum.

Hann fór ekki í neinar grafgötur með, hvaðan ógnin steðjar. Það er Rússland. „Við gerum ráð fyrir að við stöndum frammi fyrir enn hættulegri og ófyrirsjáanlegri nágranna næstu árin. Við getum ekki breytt landafræðinni eða hvar Noregur er. En við getum haft áhrif á hvað við getum gert með því að gera meira fyrir okkar eigið öryggi. Það gerum við núna,“ sagði hann.

Ríkisstjórnin mun auka fjárframlögin til hersins um sem svarar til um 7.700 milljarða íslenskra króna á næstu 12 árum. Fram til 2036 munu herinn fá sem svarar til rúmlega 20.000 milljarða íslenskra króna til ráðstöfunar.

Peningarnir verða meðal annars notaðir til að bæta við skotfærabirgðir landsins, varahlutalager og eldsneytislager. Einnig þarf að sinna viðhaldi á innviðum hersing og húsnæði sem og bæta við þetta því starfsfólki hersins verður fjölgað.

Á næstu 12 árum á að bæta við 4.600 manns sem gegna herskyldu, svipaður fjöldi verður ráðinn til starfa og fjölgað verður um 13.700 manns í varaliðinu.

Að minnsta kosti fimm nýjar freigátur bætast við sjóherinn auk fimm kafbáta og rúmlega 20 annarra farartækja, tvær nýjar herdeildir bætast við landherinn og loftvarnargetan verður tvöfölduð til að geta betur tekist á við árásir með drónum og flugskeytum.

Önnur af nýju herdeildunum, hvor um sig mun telja 3.000 til 5.000 manns, mun verða staðsett í Finnmörk, sem liggur við rússnesku landamærin, en hin verður staðsett í suðurhluta landsins. Nú er herinn með eina herdeild.

Herdeildirnar þrjár munu fá nýjar og fullkomnar fallbyssur til umráða auk fleiri skriðdreka, þyrla og loftvarnarkerfa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Styttist í beint flug til Kína: „Líklegustu borgirnar eru Shanghai eða Peking til að byrja með“

Styttist í beint flug til Kína: „Líklegustu borgirnar eru Shanghai eða Peking til að byrja með“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Atvik sem fór framhjá flestum í gær – Trompaðist gjörsamlega þegar hann var tekinn af velli

Atvik sem fór framhjá flestum í gær – Trompaðist gjörsamlega þegar hann var tekinn af velli
Fréttir
Í gær

Segja þetta sóun á almannafé – „Eins og að bjóða krökkunum í ísbíltúr með afmælispeningunum þeirra“

Segja þetta sóun á almannafé – „Eins og að bjóða krökkunum í ísbíltúr með afmælispeningunum þeirra“
Fréttir
Í gær

Dúxaði í Verzló en er nú á svörtum lista Vesturlanda – Fannst íslenskir unglingar drekka of mikið

Dúxaði í Verzló en er nú á svörtum lista Vesturlanda – Fannst íslenskir unglingar drekka of mikið
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir Bjarna og Guðmund harðlega: „Þeir voru bókstaflega hlæjandi á meðan hún talaði“

Gagnrýnir Bjarna og Guðmund harðlega: „Þeir voru bókstaflega hlæjandi á meðan hún talaði“
Fréttir
Í gær

Pétur Jökull talinn vera fimmti sakborningurinn í stóra kókaínmálinu – Talinn hafa hitt annan sakborning í miðborginni

Pétur Jökull talinn vera fimmti sakborningurinn í stóra kókaínmálinu – Talinn hafa hitt annan sakborning í miðborginni