fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

68 íbúðir á Orkureitnum í sölu á næstu dögum

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 3. apríl 2024 12:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrsti áfangi af fjórum á Orkureitnum svokallaða, á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar, fer í sölu á næstu dögum. Um er að ræða sextíu og átta íbúðir í sjö hæða húsi við Suðurlandsbraut, vestan við Orkuhúsið.Tíu íbúðir hafa þegar selst í forsölu þar af öll efsta hæðin að sögn Hilmars Ágústssonar, framkvæmdastjóra byggingarfélagsins SAFÍR sem er eigandi og umsjónaraðili Orkureitsins. Íbúðirnar 68 verða allar afhentir samtímis næsta haust. Stærð þeirra er á bilinu 38-166 fermetrar, eins og segir í tilkynningu.

„Þetta nýja og glæsilega íbúðahverfi sem nú er að rísa á Orkureitnum, er í miðpunkti fjölbreyttrar verslunar og þjónustu og rétt við Laugardalinn, eina vinsælustu útivistarparadís borgarbúa. Húsin eru hönnuð á vandaðan hátt að innan sem utan og miða að betri og snjallari lausnum fyrir daglegt líf íbúa. Þá verða stórir og fallegir inngarðar sem flæða yfir í sameiginlegt rými, Orkutorgið, sem verður vettvangur iðandi mannlífs,“ segir Hilmar.

Á lóðinni verða byggð íbúðarhús í fjórum áföngum. Fyrsta húsið eða áfangi A, sem fer nú fyrst í sölu, er uppsteypt hús en því næst verður hafist handa við byggingu á áfanga D sem er 134 íbúða bygging á horni Suðurlandsbrautar og Grensássvegar.  Því næst verður hafist handa við áfanga B og síðast áfanga C sem gert er ráð fyrir að verði lokið í árslok 2027. Á Orkureitnum verða samtals byggðar 436 íbúðir en gert er ráð fyrir 4000 m2 atvinnuhúsnæði í Orkuhúsinu og á jarðhæð nýju húsanna, en þar er gert ráð fyrir verslunar- og þjónusturýmum fyrir íbúa og rekstur á borð við veitingahús og kaffihús sem styður vil blómlegt mannlíf á reitnum. Þá verður stórt bílastæðahús tengt byggingunum neðanjarðar með mikinn fjölda bílastæða til afnota fyrir íbúa.

A reiturinn, svokallaði, er nú kominn fyrstur í sölu. Þar verða 68 íbúðir. Stærðir á íbúðunum eru á bilinu 38-166 fermetrar. ,,Áformað er að afhenda fyrstu íbúðir í áfanga A haustið 2024 og þá verður einnig hafist handa við að selja íbúðir úr áfanga D sem afhentur verður ári síðar eða haustið 2025,“ segir Hilmar.

Rut Kára stýrir vali á litum, innréttingum og lýsingu

Hönnuðir hússins og inngarða eru Nordic Office of Architecture. Mikil vinna hefur verið lögð í að vanda til hönnunar íbúða og lóðar. Rut Káradóttir innanhússarkitekt hefur auk þess valið saman og stýrt vali á litum, efni, innréttingum og lýsingu, bæði innan íbúða og í sameiginlegum rýmum. ,,Hönnun hennar einkennist af einföldum og stílhreinum formum þar sem vönduð efni, fáguð litapalletta og falleg lýsing hjálpa til við að skapa sígilt en um leið hlýlegt yfirbragð. Það er mikill fengur fyrir okkur að hafa hana í hönnunarteymi Orkureitsins auk þess sem það er bara svo skemmtilegt að vinna með henni,“ segir Hilmar.

„Skipulagið á Orkureitnum er BREEAM vottað og við vinnum að því að fá Svansvottun á íbúðirnar líka. BREEAM vottunin liggur fyrir og er alþjóðlega viðurkenndur, breskur vistvottunarstaðall þar sem þriðji aðili vottar skipulag með tilliti til umhverfislegra, félagslegra og efnahagslegra gæða. Orkureiturinn er því í grunninn hannaður með sjálfbærni og vistvæn sjónarmið að leiðarljósi. Sérstök áhersla er lögð á endurnýtingu orku, endurvinnslu byggingarefna, jarðvegs og gróðurs á svæðinu, sem og blágrænar ofanvatnslausnir. 

,Auk þess höfum við líka ákveðið að ganga enn lengra og leitast við að svansvotta íbúðirnar. Við erum þannig að nota umhverfisvottuð byggingarefni í byggingarnar og hönnum íbúðir þannig að þær standist kröfur svansins um ljós og birtu. Auk þess er sérstök loftræstisamstæða í hverri íbúð sem sparar orku og bætir verulega loftgæði íbúðanna. 

 

Kaupendur á Íslandi hafa ekki ennþá gert sér fulla grein fyrir því hvað þessar umhverfisvottanir allar þýða í raun og hvaða auknu gæði felast í þeim. Ég hvet þó kaupendur til að kynna sér þessi mál áður en þeir kaupa sér nýja íbúð sem er ekki umhverfisvottuð. Á Norðurlöndunum eru svansvottaðar íbúðir að jafnaði dýrari en þær sem ekki eru með slíka vottun, þar hefur markaðurinn verðlagt þau auknu gæði sem felast í vottuninni,“ segir Hilmar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks