Um 700 manns starfa hjá bankanum og nemur kostnaður vegna gjafanna tæpum 70 milljónum króna. Morgunblaðið ræddi við Vilhjálm Birgisson, formann Starfsgreinasambandsins, vegna málsins og er óhætt að segja að hann sé ekki sáttur við sumargjöfina, enda ígildi fjögurra mánaða launahækkunar sem verkalýðsfélögin voru að semja um.
„Þetta sýnir bara hvernig fjármálakerfið virkar. Það kemur svo sem ekkert á óvart þegar það kemur úr þessum ranni,“ hefur Morgunblaðið eftir Vilhjálmur.
Vilhjálmur bætti svo við í samtali við Vísi í gærkvöldi að sumargjöfin væri blaut tuska framan í viðskiptavini fjármálakerfisins.