Ísland fór með glæsilegan 4-1 sigur af hólmi og var sigurinn fyllilega verðskuldaður enda spilaði Ísland vel nær allan leikinn og var betra liðið. Albert Guðmundsson var maður leiksins en hann skoraði glæsilega þrennu.
Fyrir leik var talsverð umræða um þátttöku Alberts Guðmundssonar í leiknum en hann var sem kunnugt er kærður fyrir kynferðisbrot á síðasta ári. Héraðssaksóknari felldi málið niður en konan sem kærði Albert kærði þá niðurfellingu til ríkissaksóknara. Meðan málið var hjá héraðssaksóknara spilaði Albert ekki fyrir liðið.
Þá var einnig talsverð umræða um þá ákvörðun KSÍ að spila yfir höfuð við Ísrael vegna stríðsástandsins og innrásarinnar á Gasa. Sigmundur sér hins vegar ekki eftir neinu.
„Svona geta hlutirnir nú farið vel ef menn hlusta ekki á rétttrúnaðarfólkið. Ísland spilaði við Ísrael + Albert fékk að spila = Ísrael verður ekki á EM. Þannig var það öllum fyrir bestu að enginn hlustaði á rétttrúnaðarfólkið. -Rétttrúnaðarfólkinu líka,“ sagði Sigmundur á samfélagsmiðlinum X í gærkvöldi.
Svona geta hlutirnir nú farið vel ef menn hlusta ekki á rétttrúnaðarfólkið.
Ísland spilaði við Ísrael + Albert fékk að spila = Ísrael verður ekki á EM.
Þannig var það öllum fyrir bestu að enginn hlustaði á rétttrúnaðarfólkið.
-Rétttrúnaðarfólkinu líka.— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) March 21, 2024