fbpx
Laugardagur 11.maí 2024
Fréttir

Vinkonan öskraði úr sér lungun þegar hún sá hvað var að gerast

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. mars 2024 08:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Simone Werner var stödd í Bláa lóninu á laugardagskvöld þegar eldgos byrjaði á milli stóra Skógfells og Hagafells. Werner lýsti reynslu sinni í samtali FOX Weather í Bandaríkjunum í gær.

Werner hafði verið í Bláa lóninu ásamt vinkonu sinni og voru þær að gera sig klárar í að fara þegar gosið byrjaði. Voru þær sennilega með þeim fyrstu til að átta sig á því að gosið væri byrjað því viðvörunarflauturnar sem vöruðu við gosinu voru ekki einu sinni byrjaðar að hljóma.

„Mér var litið til hægri og vinkona mín öskraði úr sér lungun. Það steig þykkur og rauður reykjarmökkur upp,“ segir hún og bætir við að hraunspýjurnar hafi minnt á gosbrunn.

Bláa lónið var rýmt um leið og í ljós kom að byrjað væri að gjósa og gekk rýmingin vel. Werner segir að þær vinkonurnar hafi drifið sig upp í bíl og ekið af stað en umferðin hafi verið mikil á svæðinu.

Þær námu staðar á bensínstöð um tuttugu mínútum síðar og komu sér í skjól og furðar Werner sig á því hvað allir voru rólegir þó að eldgos væri hafið í næsta nágrenni.

„Fólk var bara að borða matinn sinn og lét eins og ekkert hefði í skorist. En þetta var hræðilegt fyrir okkur.“

Hún segist hafa vitað að gos gæti verið yfirvofandi á þessum slóðum en vonaði að ekki kæmi til þess meðan á Íslandsheimsókn þeirra vinkvenna stóð. Þær nutu þess mjög að vera í Bláa lóninu og segir Werner að hún vilji gjarnan heimsækja Ísland aftur. „En vonandi verður ekkert eldgos þá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úað og búað á ísraelska atriðið – Lögreglan óttast hryðjuverkaárás

Úað og búað á ísraelska atriðið – Lögreglan óttast hryðjuverkaárás
Fréttir
Í gær

Fjölskylduhjálpin auglýsir úthlutun fyrir Íslendinga – „Veit ekki hvernig maður á að eiga alltaf mat fyrir allan þennan hóp“

Fjölskylduhjálpin auglýsir úthlutun fyrir Íslendinga – „Veit ekki hvernig maður á að eiga alltaf mat fyrir allan þennan hóp“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd

Svört skýrsla um rekstur hestamannafélagsins Fáks – Fullyrðingar um svartar launagreiðslur, ólöglegt vinnuafl og óeðlileg vildarkjör – Formaður félagsins segir skýrsluna einhliða og ekki gefa rétta mynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Eldgosinu er lokið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur Stefáni og skriðdrekanum til varna þó hann sé ekki félagsmaður

Kemur Stefáni og skriðdrekanum til varna þó hann sé ekki félagsmaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur skýtur föstum skotum til baka og segir bæði Maríu og RÚV hafa staðfest villandi framsetningu- „Ekki mikil reisn yfir þessari yfirlýsingu Maríu Sigrúnar“

Dagur skýtur föstum skotum til baka og segir bæði Maríu og RÚV hafa staðfest villandi framsetningu- „Ekki mikil reisn yfir þessari yfirlýsingu Maríu Sigrúnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir bæinn í raun dauðan

Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir bæinn í raun dauðan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla í Bandaríkjunum hafði samband við íslensk lögregluyfirvöld vegna manns sem býr í Kópavogi

Lögregla í Bandaríkjunum hafði samband við íslensk lögregluyfirvöld vegna manns sem býr í Kópavogi