Maður var stunginn með hnífi og annar sleginn í höfuðið með hamri á Akureyri aðfaranótt laugardags síðastliðins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Akureyri. Þar segir:
„Kl. 05:04 aðfaranótt laugardagsins 16.mars síðastliðinn var lögreglu tilkynnt um líkamsárás á Akureyri. Í ljós kom að einn aðili hafði verið stunginn með hnífi og annar sleginn í höfuðið með hamri. Óljóst var um málsatvik í fyrstu en hinir slösuðu voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar.
Áverkarnir reyndust minni háttar og voru aðilarnir útskrifaðir fljótlega. Þrír aðilar komu að málinu og voru þeir allir í annarlegu ástandi. Þeir gistu fangageymslur og var þeim sleppt að loknum skýrslutökum samdægurs.“