fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Aftur líður yfir leikhúsgest á mannætusýningunni í Tjarnarbíói – „Við vorum skelkuð því það þurfti að hringja á sjúkrabíl“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 18. mars 2024 19:25

Frá sýningu á Kannibalen í Tjarnarbíói

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 3. mars síðastliðinn gerðist það í annað skipti að stöðva þurfti sýningu á leikritinu Kannibalen í Tjarnarbíói. Hlé var gert á sýningunni á meðan gesturinn var borinn út úr salnum, var ástand hans metið svo af starfsfólki að öruggast væri að hringja á sjúkrabíl.

Þetta var fimmta sýningin á verkinu en eins og DV greindi frá um miðjan febrúar, féll Matthías Tryggvi Haraldsson, leikhúsmaður og meðlimur Hatara, í yfirlið á fjórðu sýningu verksins.

Sjá einnig: Matthías féll í yfirlið á leiksýningu – „Ég fylltist mesta viðbjóði sem ég man eftir að hafa fundið fyrir

Leikverkið Kannibalen er sannsögulegt og greinir frá mjög óvenjulegu sakamáli sem snerist um morð og mannát. Armin Meiwes drap, bútaði niður og át ungan mann að nafni Bernd-Jürgen Brandes. Svo sérkennilega vildi til að fórnarlambið gaf fullt leyfi fyrir verknaðinum. Leikritið greinir frá kynnum þessara manna, aðdraganda ofbeldisverknaðarins ásamt ítarlegum lýsingum á verknaðinum sjálfum. Dæmi eru um að gestir hafi fallið í yfirlið á sýningum verksins í Kaupmannahöfn og það hefur núna gerst tvisvar hér á landi. Í bæði skiptin gerðist þetta í sömu senunni en þar lýsa mennirnir tveir mannáti mjög ítarlega.

Fjölnir Gíslason, einn aðalleikara sýningarinnar, sá sem leikur mannætuna Meiwes, segir að leikarar og starfsfólk sýningarinnar hafi verið vel undirbúin fyrir atvikið eftir það sem Matthías Tryggvi lenti í, en engu að síður var þeim brugðið:

„Við vorum skelkaðri núna af því það þurfti að hringja á sjúkrabíl. Það var hjúkrunarfræðingur meðal áhorfenda og hún hlúði að manninum en hún mat stöðuna fyrst þannig að öruggara væri að hringja á sjúkrabíl,“ segir Fjölnir.

Maðurinn náði sér hins vegar og reyndist ekki þörft á að flytja hann á sjúkrahús. „Þetta var gert með hagsmuni allra að leiðarljósi, umrædds gests, annarra gesta, sem og okkur leikaranna. Það hefði verið ómögulegt að halda áfram með sýninguna án þess að fá vissu um líðan þessa manns. Gestir voru vissulega sjokkeraðir, en það var mikill einhugur að halda áfram með sýninguna og hef ég sjaldan leikið fyrir jafn einbeittan sal og eftir þetta atvik. Yfirliðið gerði sýninguna miklu raunverulegri að mínu mati,“ segir Fjölnir ennfremur.

Fjölnir segir að lengra hlé hafi verið gert á sýningunni núna heldur en síðast þegar Matthías féll í yfirlið. „Við vildum vera viss um að allt væri í lagi áður en við héldum áfram. Síðar reyndist sem betur fer vera í lagi með manninn og hann þurfti ekki að fara með sjúkrabílnum.“

Maðurinn var hins vegar ekki í standi til að klára sýninguna en búið er að bjóða honum á verkið á næstu sýningu, sem verður á fimmtudagskvöld, og er að líkindum síðasta sýningin á verkinu.

Aðspurður hvort uggur sé í leikhópnum fyrir fimmtudagskvöldinu, í ljósi þess að svona atvik hefur gerst tvisvar þá játar Fjölnir því. „Ég skal alveg viðurkenna að ég er smá stressaður núna því þetta gerist alltaf í sömu senunni. Við vissum að þetta var að koma fyrir á sýningum á verkinu í Kaupmannahöfn og vorum við öllu búin á frumsýningunni. En svo gerðist ekkert þá og þetta gerðist ekki fyrr en á fjórðu sýningu. Svo endurtekur þetta sig á fimmtu sýningunni og maður fær þá óþægilegu tilfinningu að einhver flóðgátt hafi opnast.“

Blóðug kvikmynd hefði líklega ekki haft sömu áhrif

DV hafði samband við leikhúsgestinn sem varð fyrir þessari óvenjulegu reynslu og hann féllst á að ræða málið stuttlega en vildi njóta nafnleyndar. „Það er svolítið komískt að ég var að grínast með það rétt fyrir sýningu að það hefði liðið yfir mann á sýningu verksins og var ég eitthvað að gefa í skyn að fréttir um það hefði kannski bara verið einhver kynningarbrella. Svo kemur þetta fyrir mig,“ segir maðurinn. Hann segir að það sem hafi haft svona óþægileg áhrif á hann hafi ekki beint verið lýsingar á mannáti heldur að hið viljuga fórnarlamb glæpsins fer að lýsa því hvernig honum líður við að blæða út:

„Þetta er mjög grafískt leikrit og svo kemur þessi sena þar sem ljósið er slökkt og manninum er að blæða út. Ég var í þykkri peysu og mér fer að hitna, mér líður eins og ég þurfi að kasta upp. Ég sat ofarlega og varð því ekki vinsæll þegar ég stóð upp úr sætinu á svona dramatískum stað í verkinu. Ég þurfti að halda í handriðið á leiðinni niður, það var eins og ég væri drukkinn, ég missi fótanna, kemst niður, en hryn svo í gólfið. Svo þegar ég vakna upp aftur er búið að draga mig út úr salnum og yfir mér er hjúkrunarfræðingur sem virkaði á mig sem mjög góð kona. Það komu sjúkraflutningamenn, sem mældu púls og blóðþrýsting og spjölluðu við mig. Ég var fljótur að jafna mig.“

Maðurinn segir að það hafi geta spilað inn í að hann hafði verið undir miklu álagi dagana fyrir sýninguna. Hann segir sjaldgæft að líði yfir sig. Hann segir ennfremur að honum hafi fundist sýningin mjög góð en líklega sé vissara að fara mjög vel stemmdur á hana. Aðspurður hvers vegna texti mæltur af munni fram hafi getað haft svona sterk áhrif á hann, segir hann að líklega hefði blóðug kvikmynd um sama efni ekki haft svona sterk áhrif á sig, þó að hún hefði vakið viðbjóð.

„Það hefði ekki haft jafnsterk áhrif á mig ef þetta hefði verið sjónræn upplifun. En þarna eru ljósin slökkt, það er allt svart og maður heyrir manninn lýsa því að hann liggi í baðinu, blóð renni úr honum og honum sé kalt. Við þessar aðstæður verður ímyndunaraflið mjög sterkt,“ segir leikhúsgesturinn. Hann ítrekar að upplifunin hafi ekki haft alvarlegar afleiðingar fyrir hann en hann hafi þó daginn eftir farið á heilsugæslustöð og látið mæla hjá sér aftur púls og blóðþrýsting. Hafi það verið varúðaráðstöfun vegna sögu um hjartasjúkdóma í fjölskyldu hans.

Nánar er fjallað um leiksýninguna Kannibalen hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks